Matvörur frá Hollandi.
21.10.2009 | 23:13
Lögin segja að við eigum að fá að vita hvaðan varan kemur. Auðvitað eigum við að fá að velja hvort við

viljum kaupa innflutt eða heimaræktað.
Það eru víða komnar merkingar og það er til bóta.
Núna þegar ég sé að grænmetið er frá Hollansi, þá kaupi ég það ekki. Mér finnst ég ekki hafa list á að borða mat frá Hollandi lengur.
Mér finnst þetta "viðbjóðslegt".
21.10.2009 | 23:07
Það hefur lengi verið talað um að hér væri starfandi vændi, samt hef ég alltaf vonað að þessar sögur væru ekki sannar.
Siðan kemur í ljós að svo er og heldur betur, hrein úgerð. Greinilega einhver "stórfyrirtæki" undir stjórn heimamanna .
Mér finnst að fólk sem reki slíka starfsemi eigi að fá myndir af sér í blöðunum, já og í fréttamiðlum yfirleitt.
Þetta er hreinn "viðbjóður".
![]() |
Íslenskir vinnuveitendur Litháanna í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á ekki að vera gagnsæi allsstaðar.
21.10.2009 | 17:02
Það á að vera gagnsæi alls staðar og þá geta bréfaskriftir Forseta vors, sem þjóin kaus varla verið leyndarmál eða hvað. Forsetinn getur varla skrifað embættisbréf sem engin má sjá, eða hvað ?
![]() |
Íhugar að birta bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er það hjálp eða Bjarnargreiði ?
21.10.2009 | 16:59
Þegar ég las þessa frétt sem trúlega er jákvæð fyrir marga, kom upp í huga minn spurningin, hvað svo ?Frestun er ekki gjöf. Þó að frestað verði kemur aftur að greiðslu.
Þá hafa lánin vaxið, því ekki stoppum við verðbólguna. Ekki hækka launin og það virðist eiga að leggja skatta á allt. Ég hef ekki mikla trú á að það verði mikið eftir í launaumslaginu þegar búið er að auka skatta alls staðar.
![]() |
Svigrúm skuldara aukið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er að gerast á Fésbókinni.
21.10.2009 | 09:37
Einhverjar breytingar hafa orðið á Fésbókinni vinsælu.
Lokaðir hópar eru allt í einu orðnir öllu sýnilegir.
Þessar breytingar gerast bara án þess að fólk sé látið vita, mér finnst það alls ekki viðeigandi..
Ætli fólk meigi ekki lengur hafa lokaða frænd og vinahópa ?
Þvílík fegurð.
20.10.2009 | 18:52
Söfnum hári.
20.10.2009 | 08:34

Skil ekki alveg ?
20.10.2009 | 08:21
Alveg finnst mér það ótrúlegt þegar innkaupastjóri kemur með þriggja ára spá fyrir verði á eldsneyti.
Þetta hlýtur að vera jafn laust í taumi og Greiningadeildir bankanna voru á síðustu árum.
Varla getur nokkur trúað svona spádómi.
![]() |
Spáir svipuðu verði næstu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útsvar, borgar það ?
19.10.2009 | 22:00
Útsvar, spurningaþátturinn á RÚV er að mínu mati skemmtilegur. Gaman að sjá fólk spreyta sig á miserfiðum spurningum.Ég held að stór hluti þjóðarinnar kunni að meta svona þætti og svo er hægt að sjá hvað við erum sjálf vel upplýst.
Spurningarnar í síðasta þætti voru frekar "daprar" og eiga varla heima í Sjónvarpi allra landsmanna Barnaefni, takmarkaður hópur sem er í þættinum horfir á barnaefni. Annað sem vakti furðu mína var að þeir spurðu spurningu úr læstri dagskrá annarrar sjónvarpsstöðvar.
Er það boðlegt í sjónvarpi allra landsmanna ?
Áhorfendur gera að sjálfsögðu mikið fyrir þáttinn, stemmning.
Lítill fugl hvíslaði að mér að áhorfendur fengju greiðslu.
Getur það verið að RÚV greiði fólki fyrir að koma og klappa á réttum stöðum ?
Sjálfstæðismenn eru svo breiðir...
19.10.2009 | 18:38
Alltaf svo gaman að hlusta á "rótgróna" Sjálfstæðimenn þegar þeir tala um breidd innan flokksins, segja jafnvel að það séu svo margir Sjálfstæðismenn að það sé að sjálfsögðu mikil breidd í skoðunum.
Þegar Sjálfstæðismenn tala um aðra flokka og mismunandi skoðanir þar innan dyra þá eru þeir alveg um leið búnir að kljúfa þann flokk. Það má að þeirra mati ekki vera nein breidd í neinum flokki nema þeirra flokki.
Eins og stormsveipur....
19.10.2009 | 18:32
Gott hjá Sigga stormi. Hann þeytist um eins og stormsveipur.
Gott fólk á að sjálfsögðu að vera á góðum stöðum, engin spurning um það.
Verst að hann getur ekkert breytt þessari spá neitt að viti.
Mislukkuð ástarsambönd, úfff
16.10.2009 | 23:38
Já það er slæmt þegar ástin dofnar og engin ráð til úrbóta. Enn verra er þegar fólk er að reyna að halda saman einhverju sem að ekkert er og hefur jafnvel ekki verið í langan tíma svo ég tali nú ekki um áratugi.
Ástarsorg étur mann að innan og tekur oftast stóran toll af lífinu.
Það hefur samt aldrei hvarflað af mér að líkja sorginni við pyntingar Gestapó.
Kannski ekki svo slæm samlíking ??
![]() |
Mislukkuð ástarsambönd að baki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Má alveg leggja vinnutækjum sínum í húsagötur ?
16.10.2009 | 23:21

Á göngum mínum í Vesturhluta borgarinnar verður margt á vegi mínum. Margt skemmtilegt sem betur fer og margt sem að vekur upp stórar spurningar.
Á Seltjarnarnesi eru oft númerslausir bílar í götum og jafnvel margir á sama staðnum. Í fyrra var hjólhýsi frá viðhaldsfyrirtæki í húsagötu og var geymt þar til snjóa leysti.Núna er ég búin að ganga fram hjá vinnutæki í margar vikur á Seltjarnarnesinu og það virðist vera komið til "vetrarsetu". Sú spurning hefur vaknað í huga mínum hvort það sé allt í lagi að geyma gamla númerslausa bíla og vinnutæki í húsagötum eins lengi og það henti eigendum ?
Er ennþá sumar á Akureyri ?
16.10.2009 | 23:10
![]() |
Eldur í rúllubindivél í Eyjafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fríkirkja !
16.10.2009 | 22:40
Verða þeir ekki að kljúfa kirkjuna þarna á Selfossi og stofna Fríkirkjusöfnuð ?
Mér finnst mjög alvarlegt að alþingismenn og aðrir lýsi því að stúlkurnar sem að kærðu strok prestsins séu hafðar fyrir rangri sök.
Skilaboð þeirra sem að eru að senda stuðning við séra Gunnar eru þar með að segja að þær hafi ekki sagt satt.
Þannig var það líka þegar Séra Ólafur Skúlason, blessuð sé minning hans, var sagður alsaklaus.
Getur virkilega verið að innan kirkjunnar sé slík siðblinda ennþá í gangi ?
Ég hræðist þetta athæfi á Selfossi, mér finnst ekki góður ilmur af þessu.
Vonandi eru þeir sem eru að hrópa um stuðning sjálfir með hreinan skjöld.
![]() |
Hörð gagnrýni á biskupinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver getur bætt við sig ?
16.10.2009 | 11:04
Auglýsingar drógust saman, laun fólksins í landinu duga tæplega fyrir nauðsynlegum útgjöldum.
Hver getur bætt við sig ?
![]() |
SkjárEinn verður áskriftarstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru bréfdúfur ekki málið ?
15.10.2009 | 23:19
Alltaf frekar sorglegt þegar heilt bæjarfélag er án póstþjónustu. Væri ekki hægt að samnýta og setja til dæmis pósthúsið til lögreglu á staðnum já eða sýslumanns.

Bréfdúfur eru kannski bara framtíðin. Þær eru trúlega ódýrari á fóðrum en laun hálfs bæjarstarfsmaður, sem er alveg örugglega á lágmarkslaunum.
![]() |
Pósthúsi lokað á Hellissandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver stofnaði til skuldanna ?
15.10.2009 | 21:54
Það kemur alltaf upp í huga minn svindl og svínarí þegar talað er um skuldirnar í sjávarútveginum.
Trúlega stafa skuldirnar af mörgum ástæðum, en mikið óhugnanlega hafi margir í sjávarútveginum getað lifað flottu lífi.
Sá sem ekki sér það er blindur.
![]() |
Segir fyrningarleið ruddaskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bara einn verk í einu, takk !
15.10.2009 | 08:43
Í fréttum danska sjónvarpsins kom fram að kona sem pantaði tíma hjá heimilislækni sínum gat einungis talað um annan verkinn sem hún hafði.
Konan hafði verki á tveimur stöðum sem hún vildi ræða við lækni sinn.Nei læknirinn sagði henni að panta annað viðtal fyrir hinn verkinn. Allt er jú breytingum háð.
Fréttamaðurinn tók í viðtal við formann læknafélagsins og spurðist fyrir um þetta ? Formaðurinn virtist alveg koma af fjöllum og trúði ekki öðru en að þetta væri einsdæmi.
Þá hafði fréttamaðurinn unnið sína vinnu og talað við 50 starfandi heimilislækna sem gerðu allir það sama. Eitt viðtal, einn verkur.
Að vísu var þetta á móti lögum en þetta höfðu alla veganna þessir 50 læknar komist upp með.
Þetta finnst mér afar óviðeigandi.
15.10.2009 | 00:47
Verðum við ekki að hlífa fólki heima hjá sér að kvöldi til.Mér finnst að það þurfi að sína fjölskyldu og nágrönnum Rögnu virðingu. Ég er líka alveg viss um að hún ræður þessu alls ekki ein.Það eru lög í þessu landi og verðum við ekki að fara eftir þeim þegar það er hægt ?
Þetta er alla veganna mín skoðun.
![]() |
Nágrannarnir kvarta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |