Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Ég hef áhyggjur af Forsætisráðherra vorum.

img_1017.jpg

Nú þegar Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum verðum við að passa heilsu okkur enn betur.

Eftir að hafa horft á Kryddsíldina lýsi ég áhyggjum mínum af Forsætisráðherra vorum. Hann "víkkar jafn og þétt út í veröldina ".

Ofeldi getur leitt af sér marga sjúkdóma sem geta kostað heilbrigðisþjónustuna margan skildinginn.

Má þar til dæmis nefna: Hjartasjúkdóma, æðasjúkdóma, ristilsjúkdóma, sykursýki, þunglyndi, gigt svo fátt eitt sé nefnt.

Ég sem Næringarráðgjafi veit að þetta getur verið erfitt og býð honum hjálp í þessum "erfiðleikum".


mbl.is Ríkisráðsfundi lokið á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri hægt að láta atvinnulausa vinna "góðverk "?

Það er slæmt að vera atvinnulaus, dagarnir verða  langir og vonleysið mikið. Eirðarleysi, þunglyndi, depurð og fleira fylgir oft í kjölfarið.

Margir eru að sækja um auglýstar stöður, án þess að fá svo mikið sem svar við umsókn sinni. Ömurlegt.

Eins og segir í þessari grein er hræðsla við að fólk sé að vinna svart samhliða því að vera á bótum.

Það vinna margir svart, það er öllum ljóst. Auðvitað þarf þjóðin að vinna saman til að stoppa það sem hægt er.

Mér hefur dottið í hug hvort ekki væri hægt að setja atvinnulausa í vinnu við að gera góðverk. Gætu til dæmis farið á Dvalarheimili, barnaheimili, sambýli,  heimsótt fólk, lesið fyrir það. Farið inn í ýmiss samfélagsverkefni.

Þjóðin er að greiða launin og er þá er það eðlilegt að fólk skili einhverju til baka til þjóðarinnar.

Atvinnulausir hefðu þá "einhverjar skyldur", eitthvað markmið og gæti ekki starfað við svarta vinnu á meðan.

 


mbl.is Klippa heima á atvinnuleysisbótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband