Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Brennan logar við Ægisíðu.

dscn3834.jpg

Gleðilegt ár bloggheimur.

Óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir samskiptin á liðnu ári.Óska sérstaklega pirruðu lesurum sem þora ekki að vera undir nafni og vona að gagnsæið á nýja Íslandi hjálpi ykkur að koma fram.

Best að eiga lítið eða ekki neitt.

 thjofur_ad_nottu.jpg

Það eru ekki mörg ár síðan Borgarbúar voru með ólæstar dyr og hurðirnar á bílnum okkar voru ólæstar.Núna er flestir komnir með öryggiskerfi, búnir að selja gullið sitt og múra flatskjáinn inn í vegg. Já, það er breyting á Íslensku þjóðfélagi. Núna eru innbrotsþjófar að störfum um hábjartan dag.

Ætli framtíðin verði byssa á hvert heimili til að verja heimili sitt ?


mbl.is Innbrotum fjölgaði um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótabrenna.

dscn3831.jpgVerið er að leggja síðustu hönd á brennuna við Ægisíðu.Það hefur ekki tekið marga daga að hrúga upp brennunni við Ægisíðuna. Þegar börnin í hverfinu unnu hörðum höndum og að kappi við að safna í brennuna var oftast byrjað 1.desember.Núna er þessi vinna í höndum bæjarstarfsmanna og þeir eru snöggir að hrúga henni upp enda vel tækjum búnir.

Sagan af Jesús.


Hver hefur haldið því fram að fita fiti?

feitur_og_mjor.jpg

Ekki veit ég hver hefur haldið því fram að fita fiti frekar en önnur orkugefandi efni. Þetta er spurning um heildarorku. Ef þú færð þá orku sem líkaminn þarf, heldur þú þinni þyngd. Fáir þú hins vegar  of mikla orku, víkkar þú út í veröldina, þá skiptir engu máli hvort orkan komi úr kolvetni, fitu, próteinum eða alkahóli.Ekki þekki ég hina skýringuna með að fita fiti...það er nú bara rugl.

 


mbl.is Feitur matur fitar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól.

jol_0002.jpg

Græðgi eða siðblina ?

Ég tel afar ósiðlegt að hafa við völd í nýju bönkunum fyrrum starfsfólk sem er blindað af græðgi og algjörlega óhæft til að laga sig breyttum gildum í samfélaginu.

Við fáum aldrei hreinsað til í "nýja Íslandi" fyrr en við fáum nýtt og skynsamlegt fólk til starfa og það þarf að gerast sem fyrst.

 

 


mbl.is Birna með 12,5 milljóna kröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil Rjúpu.


Hveiti hollara en Spelt.

Kastljós sýndi í vikunni rannsókn sem þeir hefðu gert á gæði og verði Hveitis.Fróðleg að sjá að ekki var fylgni á milli gæða og verðs. Trúlega hafa margir átt von á því að "fína" hveitið frá Ameríku sem margir halda að sé svo mikið betra var alls ekki betra.

Nú getum við róleg farið út í búð og keypt ódýrasta Hveitið og árangur og bragð verður eins og við viljum hafa það.

Í framhaldi af hveitinu langar mig að nefna muninn á Spelti og Hveiti. 

Margir trúa því að Spelt sé mun hollara en Hveiti.  Mikil áróður hefur verið á hollustu Spelt og trúlega hefur sá áróður alls ekki verið réttur. Margir vilja trúa því að Spelt sé hollast og fólk hleypur bæinn á enda til að kaupa gæðabrauð úr Spelti.

Mig langar að minna á að verið er að bera saman Hveiti og Spelt ekki Hveiti og Heilhveiti.

Hveiti er unnið úr Heilhveiti og þar af leiðandi er rangt að bera saman Hveiti og Spelt.

Rétt er að bera saman Spelt og Heilhveiti eins og taflan hér að neðan sýnir.

naeringarinnihald_940194.jpg

myndin er óskír en vel lesanleg. 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband