Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hreyfingin er alltaf óánægð með allt.

Hvað ætli Hreyfingin hafi haft á móti Norðmönnum ?

Er það vegna þess að þeir þurfa að vera á móti öllu sem aðrir vilja.

Ég get ekki séð  það skipta máli hvaðan gott kemur.


mbl.is Kanadískur sáttasemjari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið nýtt í þessu.

724a6a648e3319da.jpgÞað er ekki mikið nýtt í þessari frétt. Það hefur lengi verið talað um að "hæfileg" aukaþyngd sé öldruðum  sé betri en það að vera horaður.

Ég man ekki eftir því að hafa heyrt talað um að aldraðir séu settir í megrun.

Hvað er svo hæfileg aukaþyngd ? 

Trúlega eru það færri kíló en margir sem komnir eru á efri ár eru að sligast með.


mbl.is Aukakílóin lengja lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst fæ ég mér ekki Makka.

Einhvern veginn finnst mér flestöll fyrirtæki þurfa að gera allt til að halda í viðskiptavinina. Það virðist samt ekki vera.

Ég hef verið afar ánægð með Makka tölvuna mína og einnig þær tvær sem ég hef átt á undan þessari.

Um jólin kom hins vegar grár skjár og ekkert annað, þrátt fyrirslökkva, kveikja og allt það sem tölvuklaufar nú kunna.

'Ég fór með hana í viðgerð í umboðið þann 4. janúar.  Mér var sagt að hún yrði tilbúin á 7-10 virkum dögum. Ég var aðeins farin að ókyrrast og hringdi að níu virkum dögum liðnum.  Þarna er eingöngu símsvari og hægt er að tala inn á símsvara.  Ég fór á staðinn og þar var mér sagt að það væru ekki komnir tíu dagar, þeir myndu hringja þegar hún væri tilbúin.

Ég tilkynnti manninum á verkstæðinu að síminn virkaði ekki, nú sagði hann bara.

Í dag eru liðnir sautján virkir dagar og ekkert heyrist frá Apple á Íslandi, síminn ennþá með símsvara og þegar ég fer á heimasíðu epli.is  er val möguleiki sem, segir  hvernig viðgerð gengur en þegar maður ýtir á hann kemur bara hvítur skjár.

Ég held að næsta tölva verði PC tölva, varla er hægt að versla við fyrirtæki sem er algjörlega sambandslaust við umheiminn eða hvað ?


Tvö ár í lokun.

Gaman af þessari frátt. Blessaður karlinn hann Ferran Adria er orðin þreyttur en ætlar ekki að hvíla sig fyrr en eftir tvö ár.

Það er langur tími í starfi ef fólk er komið með leiða og þreytu.


mbl.is Ætlar að loka El Bulli í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það hafi verið of margar konur í störfum hjá Árna ?

Annaðhvort er Árni Páll að rækta vinavæðinguna svo hún falli ekki alveg niður eða þá að honum hafi verið ógnað af of mörgum konum í kring um sig.

Sama hvort hefur verið þá eru þetta hallærisleg vinnubrögð. 

Það hlýtur að vera gagnsæi í launum fyrir nefndarstörfin.

Átta þúsund fyrir nefndarstörf eru langt frá launum Friðriks Sophussonar við sína "nefnd".


mbl.is Vikið úr formannsembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ríkið peninga aflögu ?

Maður verður kjaftstopp við að lesa þessa frétt.

Á ríkissjóður einhverja peninga, ég bara spyr.

Það er búið að koma örorkuþegum niður í undir-lifanleg laun og núna á að fara fram á að ríkissjóður leysi úr fjárhagsflækju óráðsíubæjarstjórnar Álftaness.

Það er alveg örugglega hægt að verja peningunum betur.


mbl.is Ríkissjóður kaupi hlutabréf Álftaness í Fasteign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þokkaleg laun.

Við höfum trúlega verið örfá eftir sem trúðum því að breyta ætti einkavinavæðingu og stjórnmálamönnum. Sú von er engin.

Ennþá er verið að ráða mann sem í raun ætti bara að vera á sínum margföldu eftirlaunum sem hann hefur "unnið til".

Það á greinilega ekki að gera neitt til að breyta "mafíu Ísland". 

Nú ræður Stjórnarformaðurinn sína vini sem misst hafa vinnuna í hruninu, ekki kæmi það á óvart.

Hvaða ábyrgð ætli fylgi þessu starfi, stjórnarstarfi sem gefur þessi góðu laun ?

 


mbl.is Friðrik Sophusson formaður ÍSB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við erum best".

Það fer ekkert á milli mála að Íslendingar eru góðir í ýmsu, eins og til dæmis hjálparstarfi.

Það yljar að vita af því að við erum komin í heimspressuna fyrir góð störf, ekki veitir af.

 Ætli þetta geti haft áhrif á RUSLFLOKKINN ?

 


mbl.is Norðmenn hrósa Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt ár með breyttum lífsstíl.

is_2.jpg

Það eru margir sem að ákveða ýmsar breytingar á lífi sínu þegar nýtt ár gengur í garð. Að velja áramótin er góður tími að breytta lífsstíl sínum.Margir ætla að hætta að reykja og margir ætla að grenna sig.Það þurfa margir íslendingar að taka sig á og huga betur að því sem að ofan í maga þeirra fer.Við erum allt of kærulaus með það sem við veljum að setja ofan í maga okkar.

Íslendingar virðast margir hverjir alls ekki vita að líkaminn þarf góða næringu til að honum líði vel.

Við þurfum að fá um 50 næringarefni dagsdaglega til að líkaminn geti starfað eðlilega.

Það er nauðsynlegt að borða reglulega og borða holla fæðu. Ef við gerum það ekki höldum við ekki heilsu.

Það er góð ákvörðun að breyta um lífsstíl núna og ég óska þeim til hamingju sem þá ákvörðun hafa tekið. 


Flokkskírteinin hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í.

Flokkskírteinin hafa komið okkar í þá stöðu sem við erum í. 

Ef þjóðin hefði verið skynsöm og ráðið þá hæfustu hverju sinni í áhrifastöður og unnið hefði verið að heillindum, hefði þjóðin ekki lent í þessum hamförum.

Bankasalan og frelsi þeirra sem að stjórnuðu bönkunum vegna vina og tengsla við þá sem stjórnuðu landinu kom okkar þangað sem við erum nú og það er hörmulegt.

Nu bíður þjóðin spennt eftir  SKÝRSLUNNI 1.febrúar og þá mun enn frekar koma í ljós hverir áttu mestan þátt í þjóðargjaldþrotinu.

Við þurfum að stækka fangelsin, á því leikur varla nokkur vafi. 


mbl.is Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband