Næst fæ ég mér ekki Makka.

Einhvern veginn finnst mér flestöll fyrirtæki þurfa að gera allt til að halda í viðskiptavinina. Það virðist samt ekki vera.

Ég hef verið afar ánægð með Makka tölvuna mína og einnig þær tvær sem ég hef átt á undan þessari.

Um jólin kom hins vegar grár skjár og ekkert annað, þrátt fyrirslökkva, kveikja og allt það sem tölvuklaufar nú kunna.

'Ég fór með hana í viðgerð í umboðið þann 4. janúar.  Mér var sagt að hún yrði tilbúin á 7-10 virkum dögum. Ég var aðeins farin að ókyrrast og hringdi að níu virkum dögum liðnum.  Þarna er eingöngu símsvari og hægt er að tala inn á símsvara.  Ég fór á staðinn og þar var mér sagt að það væru ekki komnir tíu dagar, þeir myndu hringja þegar hún væri tilbúin.

Ég tilkynnti manninum á verkstæðinu að síminn virkaði ekki, nú sagði hann bara.

Í dag eru liðnir sautján virkir dagar og ekkert heyrist frá Apple á Íslandi, síminn ennþá með símsvara og þegar ég fer á heimasíðu epli.is  er val möguleiki sem, segir  hvernig viðgerð gengur en þegar maður ýtir á hann kemur bara hvítur skjár.

Ég held að næsta tölva verði PC tölva, varla er hægt að versla við fyrirtæki sem er algjörlega sambandslaust við umheiminn eða hvað ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Guðrún Þóra.

Það er komin ný þjónusta sem heitir kvikkþjónustan og kostar 1000kr aukalega held ég,

þú hefur eitthvað verið óheppin, því að dóttir vinar míns dór með macbook Air fartölvu

upp á verkstæðið og þeir skiptu um harðan disk, hún mátti sækja tölvuna daginn eftir.

Annars hef ég átt nánast eigöngu átt Apple fartölvur, og þær hafa aldrei bilað og ekki heldur frosið en aftur á móti eru hinar vélarnar alltaf meira og minna bilað bæði nýtt og nýlegt, flestir vinir mínir búnir að fá sér Apple, tíminn er dýrmætur.

nema þú kaupir dýrustu pc vélarnar. En ég mæli með að þú fáir þér Macbook pro vél næst, núna eru þær að toppa í öllu loksins, í hraða,skjáupplausn og skjákort er mjög öflugtog batteríendingin er kominn í 7 til 10 kl, og nýja vélin er steypt í eitt álhús sem gerir hana

mikið sterkari, síðan skynjar hún fall ef hún er að detta og margt margt fleira.

Margir sem eiga Apple vél vita ekki einu sinni af þessu, en það er betra að kynna sér þetta almennilega.

Kær kveðja . Ómar Sigurjónsson Hersir.

ÓMar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:28

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir þetta Ómar. Ég spurði hvort það væri hægt að hraða viðgerð og það var hægt en kostaði 9.700 kr á verkstæði Appel.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.1.2010 kl. 08:32

3 identicon

Sona sona sona Þóra...- þú ferð nú ekki að fara úr Kádiljáki á Trabant !

- þú verður bar að fara rétt að. Anda gegnum nefið hægt og rólega, leggjast útaf og hugsa jákvætt til þeirra sem eru að þjónusta þig. Ef þig vantar góða aðstoð og Appel þjónustu; talaðu við Ingva Thór 694 2519.-

Haltu þig við Mac.

kv bdj

Bjarni Dagur Jónsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 17:21

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Veistu það Bjarni Dagur að þetta er mjög svo undarlegt.

Að vera tölvulaus í heilan mánuð er mjög slæmt þar sem flest fer í gegn um tölvupóst, svo ég tali nú ekki um fréttirnar.

Þegar sagt er 7-10 dagar þá á að standa við það eða láta vita með til dæmis SMS. Það að hafa síma sem ekki er svarað í og heimasíðu sem ekki virkar er undarlegt í þjónustufyrirtæki. Finnst þér þetta þjónusta sem er ásættanleg Bjarni ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.1.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband