Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Launuð nefnd ?

Það kemur strax upp í hug minn hvort að þetta sé launuð nefnd og í henni  komi til með að sitja "vinirnir" og/eða "flokksbræður".

Hvað ætli margar nefndir séu til ?

Hvað ætli það séu margar nefndir sem eru lítið eða ekkert að gera, annað en að þiggja nefndarlaun ? 

Margar nefndir eru launaðar, já ef ekki flestar og vinnan fer fram í launuðum vinnutíma. Það er að nefndarmenn þiggja laun annarstaðar samtímis.

Ég óska þessari nýju endurskoðunarnefnd farsældar og vona að hún komi til með að skila árangri. 

 

 


mbl.is Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er mér létt.

Auðvitað átti Baldur að hætta strax. Baldur hefur verið umdeildur og það ekki í fyrsta skipti.Er Baldur ekki einn af x D sem komið var fyrir í ráðaneytinu eins og svo mörgum öðrum.

Það væri óskandi að þjóðin fengi ráðanauti og stofnanir þar sem ekki er búið að koma fólki fyrir vegna stjórnmála og vinatengsla og mjög oft án serstakra kunnáttu í því sem þeir eru að sinna. 

Það verður að hreinsa til, það hljótum við öll að átta okkur á. 


mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sneiðum hjá Breskum og Hollenskum vörum.

Segir það sig ekki sjálft að við hættum að kaupa vörur frá Hollandi og Bretlandi.

Ef við getum ekki fengið sambærilega vöru frá öðrum löndum, þá verður við að vera án vörunnar.

Best er að sjálfsögðu að kaupa vörur frá Færeyjum, því þeir eru þeir einu sem vilja aðstoða okkur án skuldbindinga.Slæmt hvað lítið er um vörur frá Færeyjum. Það var farið að framleiða Færeyskt kex, tökum við það ekki í staðinn fyrir Hollenskar kruður.

images-1_925723.jpg

Áfram Færeyjar



Lek fangelsi.

Allar leiðir virðast vera notaðar til að koma einhverju ólyfjan í gegn um fangamúrana.

Alveg er ég viss um að "fangavaktin" hefur reynt ýmsar aðferðir til að stöðva þetta. Samt er það algjörlega óásættanlegt að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að ýmiss konar ólyfjan leki stöðugt inn í víggirt fangelsi landsins. 


mbl.is Fangi með 40 grömm af amfetmíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín lækka ekki neitt.

Skil ekki alveg þessa frétt, af hverju voru þau notuð ?

Það eru sem sagt til mun ódýrari lyf en þau sem  við höfum verið að fá hingað til.  Þrátt fyrir lækkun á lyfjakostnaði sjúkratrygginga hafa mín lyf hækkað. Minn lyfjapakki inniheldur meðal annars bæði sýruhemjandi lyf og blóðfitulækkandi lyf.


mbl.is Áætlað að lækka kostnað um 780 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvörur frá Hollandi.

Lögin segja að við eigum að fá að vita hvaðan varan kemur. Auðvitað eigum við að fá að velja hvort við 

dscn3541_925254.jpg

viljum kaupa innflutt eða heimaræktað.

Það eru víða komnar merkingar og það er til bóta.

Núna þegar ég sé að grænmetið er frá Hollansi, þá kaupi ég það ekki.  Mér finnst ég ekki hafa list á að borða mat frá Hollandi lengur. 


Mér finnst þetta "viðbjóðslegt".

Það hefur lengi verið talað um að hér væri starfandi vændi, samt hef ég alltaf vonað að þessar sögur væru ekki sannar.

Siðan kemur í ljós að svo er og heldur betur, hrein úgerð. Greinilega einhver "stórfyrirtæki" undir stjórn heimamanna .

Mér finnst að fólk sem reki slíka starfsemi eigi að fá myndir af sér í blöðunum, já og í fréttamiðlum yfirleitt.

Þetta er hreinn "viðbjóður". 


mbl.is Íslenskir vinnuveitendur Litháanna í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að vera gagnsæi allsstaðar.

Það á að vera gagnsæi alls staðar og þá geta bréfaskriftir Forseta vors, sem þjóin kaus varla verið leyndarmál eða hvað. Forsetinn getur varla skrifað embættisbréf sem engin má sjá, eða hvað ?

 


mbl.is Íhugar að birta bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það hjálp eða Bjarnargreiði ?

Þegar ég las þessa frétt sem trúlega er jákvæð fyrir marga, kom upp í huga minn spurningin, hvað svo ?Frestun er ekki gjöf. Þó að  frestað verði kemur aftur að greiðslu.

Þá hafa lánin vaxið, því ekki stoppum við verðbólguna. Ekki hækka launin og það virðist eiga að leggja skatta á allt. Ég hef ekki mikla trú á að það verði mikið eftir í launaumslaginu þegar búið er að auka skatta alls staðar.


mbl.is Svigrúm skuldara aukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast á Fésbókinni.

Einhverjar breytingar hafa orðið á Fésbókinni vinsælu.

Lokaðir hópar eru allt í einu orðnir öllu sýnilegir.

Þessar breytingar gerast bara án þess að fólk sé látið vita, mér finnst það alls ekki viðeigandi..

Ætli fólk meigi ekki lengur hafa lokaða frænd og vinahópa ?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband