Mér finnst þetta "viðbjóðslegt".

Það hefur lengi verið talað um að hér væri starfandi vændi, samt hef ég alltaf vonað að þessar sögur væru ekki sannar.

Siðan kemur í ljós að svo er og heldur betur, hrein úgerð. Greinilega einhver "stórfyrirtæki" undir stjórn heimamanna .

Mér finnst að fólk sem reki slíka starfsemi eigi að fá myndir af sér í blöðunum, já og í fréttamiðlum yfirleitt.

Þetta er hreinn "viðbjóður". 


mbl.is Íslenskir vinnuveitendur Litháanna í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Well, loksins er eitthvað komið á yfirborðið verð ég að segja. Maður er búin að bíða eftir svona frétt í langan tíma vegna þess að grunurinn hefur lengi verið til staðar að svona starfsemi sé í gangi hér á landi en margir í afneitun yfir því að "svona lagað gerist ekki á Íslandi". Það sem þarf að gera við tækifæri, það er að uppljóstra þessa menn, s.s. bæði Íslendingana og Litháana í fjölmiðlum til að sporna gegn því að svona starfsemi haldi áfram í miklum mæli og út frá því er líka sennilega hægt að finna hverjir aðrir tengjast þessum mönnum. T.d. eru einhverjir embættismenn, lögreglumenn, súlustaðaeigendur etc....involveraðir í þessu máli eða öðrum málum því að það er alveg hægt að segja að þessir nokkrir aðilar sem er búið að taka fasta eru ekki einir um þessa starfsemi. Það eru fleiri sem tengjast þessu máli og öðrum málum hvað varðar mansals-og vændisstarfsemi og það á bara eftir að koma í ljós. Þetta er bara byrjunin. Ég er bara fegin að þetta sé komið á yfirborðið og nú er bara að treysta á það að það verði eitthvað gert í málinu, að stúlkan fái verndun hér á landi án þess að vera send strax úr landi (þá er mikill möguleiki á því að hún lendi aftur í klóm geranda og verði send á aðra staði til að selja sig), og fái þá aðstoð sem hún á skilið að fá, áður en hún verði tilbúin að fara aftur heim. Þannig að nú er að treysta yfirvöldin!

Katrín Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband