Bara einn verk í einu, takk !

Í fréttum danska sjónvarpsins kom fram að kona sem pantaði tíma hjá heimilislækni sínum gat einungis talað um annan verkinn sem hún hafði.

Konan hafði verki á tveimur stöðum sem hún vildi ræða við lækni sinn.Nei læknirinn sagði henni að panta annað viðtal fyrir hinn verkinn. Allt er jú breytingum háð.

Fréttamaðurinn tók í viðtal við  formann læknafélagsins og spurðist fyrir um þetta ?  Formaðurinn virtist alveg koma af fjöllum og trúði ekki öðru en að þetta væri einsdæmi.

Þá hafði fréttamaðurinn unnið sína vinnu og talað við 50 starfandi heimilislækna sem gerðu allir það sama. Eitt viðtal, einn verkur.

Að vísu var þetta á móti lögum en þetta höfðu alla veganna þessir 50 læknar komist upp með.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var eitthvað svona dæmi hjá samstarfskonu Þórarins heitins Guðmundssonar tónskálds og fiðluleikara frænda míns. Hún var alla daga að lysa fyrir fólkinu þessum verkjum sem hún hefði í skrokknum.

Þórarinn kallaði konuna: "Samlede Værker!"

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband