Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Hver getur bætt við sig ?
16.10.2009 | 11:04
Auglýsingar drógust saman, laun fólksins í landinu duga tæplega fyrir nauðsynlegum útgjöldum.
Hver getur bætt við sig ?
SkjárEinn verður áskriftarstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru bréfdúfur ekki málið ?
15.10.2009 | 23:19
Alltaf frekar sorglegt þegar heilt bæjarfélag er án póstþjónustu. Væri ekki hægt að samnýta og setja til dæmis pósthúsið til lögreglu á staðnum já eða sýslumanns.
Bréfdúfur eru kannski bara framtíðin. Þær eru trúlega ódýrari á fóðrum en laun hálfs bæjarstarfsmaður, sem er alveg örugglega á lágmarkslaunum.
Pósthúsi lokað á Hellissandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver stofnaði til skuldanna ?
15.10.2009 | 21:54
Það kemur alltaf upp í huga minn svindl og svínarí þegar talað er um skuldirnar í sjávarútveginum.
Trúlega stafa skuldirnar af mörgum ástæðum, en mikið óhugnanlega hafi margir í sjávarútveginum getað lifað flottu lífi.
Sá sem ekki sér það er blindur.
Segir fyrningarleið ruddaskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bara einn verk í einu, takk !
15.10.2009 | 08:43
Í fréttum danska sjónvarpsins kom fram að kona sem pantaði tíma hjá heimilislækni sínum gat einungis talað um annan verkinn sem hún hafði.
Konan hafði verki á tveimur stöðum sem hún vildi ræða við lækni sinn.Nei læknirinn sagði henni að panta annað viðtal fyrir hinn verkinn. Allt er jú breytingum háð.
Fréttamaðurinn tók í viðtal við formann læknafélagsins og spurðist fyrir um þetta ? Formaðurinn virtist alveg koma af fjöllum og trúði ekki öðru en að þetta væri einsdæmi.
Þá hafði fréttamaðurinn unnið sína vinnu og talað við 50 starfandi heimilislækna sem gerðu allir það sama. Eitt viðtal, einn verkur.
Að vísu var þetta á móti lögum en þetta höfðu alla veganna þessir 50 læknar komist upp með.
Þetta finnst mér afar óviðeigandi.
15.10.2009 | 00:47
Verðum við ekki að hlífa fólki heima hjá sér að kvöldi til.Mér finnst að það þurfi að sína fjölskyldu og nágrönnum Rögnu virðingu. Ég er líka alveg viss um að hún ræður þessu alls ekki ein.Það eru lög í þessu landi og verðum við ekki að fara eftir þeim þegar það er hægt ?
Þetta er alla veganna mín skoðun.
Nágrannarnir kvarta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki komin tími á heiðarlega vinnu og hætta þessari lágkúru ?
10.10.2009 | 13:29
Ég held að þjóðin sé orðin þreytt á að fylgjast með þessari þvælu sem út úr þessum stjórnmálamönnum kemur.
Við kusum fólk til að stjórna landinu og vinna úr þeim hörmungum sem heltust yfir okkur.
Það virðast nær allir stjórnmálamenn sóa tímanum og skíta hver á annan.
Farið nú að vinna og hættið þessu rugli. Þjóðin er orðin þreytt á þessu.
Þjóðin vill lausn. Það er ekki ásættanlegt að þjóðin sé með þessa stjórnmálamenn á launum og auk þess aðstoðarmenn þeirra á launum.
Ummælin fráleitur þvættingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tel mig heppna að eiga ekki möguleika á langri ævi.
9.10.2009 | 20:04
Kannski eru fjörutíuþúsund krónur nóg fyrir þá sem að ekkert geta og ekkert þurfa.
Fjörutíu þúsund krónur fyrir aldraða á stofnun sem vilja fara í leikhús, geta jafnvel stundað hannyrðir og geta tekið þátt í lífinu, er þetta smán.
Bara garn í peysu kostar á nýja Íslandi tíu til tólf þúsund krónur.
Þetta er í raun og veru smán.
Þeir aldraðir sem hafa átt sína íbúð og selt hana eru aftur á móti að borga hátt í þrjúhundruð þúsund fyrir það eitt að fá að sofa í rúmi á tveggja manna herbergi á dvalarheimili og fá þar fimm máltíðir á dag.
Þar er allt önnur verðlagning en þegar vasapeningar eru metnir.
Ég fékk þann dóm ung að geta mögulega lifað 75% af ævi meðal-Jónsins og það er ég þakklát fyrir í dag.
Það er átakanlegt að hugsa til þeirra sem að þurfa að verða að þiggja þessa ölmusu.
Vasapeningar aldraðra lækka ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í eldhúsinu með Jóhönnu....
9.10.2009 | 17:46
Mér fannst gaman að sjá Jóhönnu í eldhúsinu í gær. Venjuleg kona sem kann að elda mat.
Ég horfi oft á matreiðsluþætti í danska sjónvarpinu og þeir eru bæði fróðlegir og skemmtilegir.
Núna á að kenna Íslensku þjóðinni að elda venjulegan mat og það er svo sannanlega málið núna á þessum krepputímum og löngu orðið tímabært.
Það er ekkert nauðsynlegra en að borða hollan og næringarríkan mat og það á svo sannanlega heima í sjónvarpi allra landsmanna, ekki spurning.
Við prjónum okkur í gegn um "krísuna"
9.10.2009 | 16:35
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er í tízku að prjóna þessa dagana.Nú prjóna bæði konur og menn alveg vilt.Okkur þessum gömlu prjónakonum finnst það mjög svo áhugavert þar sem við vitum, það að prjóna er róandi. Það hefði verið betra ef að þeir sem núna fyrst eru að grípa í prjónanna hefðu átt að gera það á tímum "græðginnar".Þá hefði kannski allt verið rólegra og hrunið minna ?
Það sem hefur glatt "gömlu reyndu" prjónakonuna er að núna er hægt að kaupa garn út um allan bæ.
Garn fæst orðið í Húsasmiðjunni og í Krónunni.
Hér áður þurftum við að fara langar leiðir eftir garni, þar sem garnbúðum fór fækkandi og Kaupfélögin sem sáu um þessa þjónustu fóru jú öll um koll (eða fóru þau í vasa kaupfélagsstjórasonanna ?).
Teitur í nýju hlutverki.
9.10.2009 | 15:01
Þó að stormurinn sé ekki eins mikill í Reykjavík eins og Vestmanneyjum var hann þó mjög mikill við Háskóla Íslands áðan.
Ég gekk þar um og tók á loft, það var slæm tilfinning.
Þök og bílar fjúka í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |