Tel mig heppna að eiga ekki möguleika á langri ævi.

Kannski eru fjörutíuþúsund krónur nóg fyrir þá sem að ekkert geta og ekkert þurfa.

Fjörutíu þúsund krónur fyrir aldraða á stofnun sem vilja  fara í leikhús, geta jafnvel stundað hannyrðir og geta tekið þátt í lífinu, er þetta smán.

Bara garn í peysu kostar á nýja Íslandi tíu til tólf þúsund krónur.

Þetta er í raun og veru smán.

Þeir aldraðir sem hafa átt sína íbúð og selt hana eru aftur á móti að borga hátt í þrjúhundruð þúsund fyrir það eitt að fá að sofa í rúmi á tveggja manna herbergi á dvalarheimili og fá þar fimm máltíðir á dag.

Þar er allt önnur verðlagning en þegar vasapeningar eru metnir.

Ég fékk þann dóm ung að geta mögulega lifað 75% af ævi meðal-Jónsins og það er ég þakklát fyrir í dag.

Það er átakanlegt að hugsa til þeirra sem að þurfa að verða að þiggja þessa ölmusu. 

 


mbl.is Vasapeningar aldraðra lækka ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún Þóra.

Ég er langt í frá  að vera með þennan pening í afgang þegar ég er búinn að borga það sem þarf að borga og svo er um þúsundir annarra Öryrkja og Ellilífeyrisþega sem sjá um sig sjálfir og margir fleiri í sipaðri stöðu stöðu í  þjóðfélaginu í dag.

Hvað verður ?.

Já, þetta er ekki glæsilegt.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þórarinn, mér finnst þetta hrein hörmung og það sem verra er að þetta var alls ekki betra þegar Sjálfstæðimenn voru við völd.

Þetta hlýtur að enda með að fólk eigi ekki fyrir mat og lyfjum og þá er það bara gamla frumskógarlögmálið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.10.2009 kl. 21:01

3 identicon

Ég hef nú ekki í hyggju að verja tryggingarbætur almennt en held þó að það sé lágmarkskrafa að kynna sér um hvað mál fjalla áður en menn fara að úttala sig um hluti sem þeir þekkja ekki.  Fréttin snýst um Vasapeninga aldraðra en ekki lífeyri, tekjutryggingu eða annað og hvað eru Vasapeningar?  sjá tr.is

"Elli- eða örorkulífeyrisþegi sem er sjúkratryggður hér á landi og dvelst á sjúkrastofnun eða vistheimili, getur átt rétt á vasapeningum þegar lífeyrir hans hefur fallið niður. Lífeyririnn fellur niður þegar dvalist hefur verið meira en sex mánuði samtals á undanförnum 12 mánuðum á stofnun eða vistheimili sem er á föstum fjárlögum eða sem sjúkratryggingar greiða fyrir dvöl á. Þetta á þó aðeins við er dvölin hefur varað í 30 daga samfellt í lok þessa tímabils.


Heimilisfólk í þjónusturýmum getur einnig átt rétt á vasapeningum.

Vasapeningar eru tekjutengdir.

Frá 1. janúar 2009 eru óskertir vasapeningar 41.895 kr. á mánuði. Frítekjumark var einnig afnumið 1. apríl 2008 og því byrja vasapeningar að skerðast frá fyrstu krónu sem hlutaðeigandi hefur í aðrar tekjur.

Vasapeningar falla niður við 773.446 kr. á ári eða 64.454kr. á mánuði."

Siggi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir þetta Siggi. Ég þekki þetta allt þar sem ég á náin aðstandenda á stofnun, sem fær enga vasapeninga vegna þess að eigin var seld og þar af leiðandi þarf að borga.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.10.2009 kl. 13:35

5 identicon

Geri ráð fyrir að í svari þínu hafi átt að standa eign var seld.  Þarna er ég innilega sammála þér, ég þekki þessi mál nokkuð vel og þarna er kannski stærsti vandinn í bótakerfi okkar þ.e. tekju og eignatengingar og allt of oft slíkar að þetta virkar eins og hefndarráðstafanir.  Allt of flókið að fara að fjalla um þetta en verum t.d. minnug um tekjutengingu við maka sem náðist loksins að leiðrétta með svo kölluð Öryrkjadómi.   Eldri borgarar hafa það svo sannarlega ekki of gott en þó hafa þeir það held ég almennt nokkuð betra núna hvað bætur varðar en fyrir ca.  5-10 árum,  sama á við öryrkja en það þarf bara einfaldlega að gera betur. 

Siggi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband