Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Á ríkið peninga aflögu ?
25.1.2010 | 20:45
Maður verður kjaftstopp við að lesa þessa frétt.
Á ríkissjóður einhverja peninga, ég bara spyr.
Það er búið að koma örorkuþegum niður í undir-lifanleg laun og núna á að fara fram á að ríkissjóður leysi úr fjárhagsflækju óráðsíubæjarstjórnar Álftaness.
Það er alveg örugglega hægt að verja peningunum betur.
Ríkissjóður kaupi hlutabréf Álftaness í Fasteign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þokkaleg laun.
25.1.2010 | 20:39
Við höfum trúlega verið örfá eftir sem trúðum því að breyta ætti einkavinavæðingu og stjórnmálamönnum. Sú von er engin.
Ennþá er verið að ráða mann sem í raun ætti bara að vera á sínum margföldu eftirlaunum sem hann hefur "unnið til".
Það á greinilega ekki að gera neitt til að breyta "mafíu Ísland".
Nú ræður Stjórnarformaðurinn sína vini sem misst hafa vinnuna í hruninu, ekki kæmi það á óvart.
Hvaða ábyrgð ætli fylgi þessu starfi, stjórnarstarfi sem gefur þessi góðu laun ?
Friðrik Sophusson formaður ÍSB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Við erum best".
19.1.2010 | 09:39
Það fer ekkert á milli mála að Íslendingar eru góðir í ýmsu, eins og til dæmis hjálparstarfi.
Það yljar að vita af því að við erum komin í heimspressuna fyrir góð störf, ekki veitir af.
Ætli þetta geti haft áhrif á RUSLFLOKKINN ?
Norðmenn hrósa Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýtt ár með breyttum lífsstíl.
1.1.2010 | 15:34
Það eru margir sem að ákveða ýmsar breytingar á lífi sínu þegar nýtt ár gengur í garð. Að velja áramótin er góður tími að breytta lífsstíl sínum.Margir ætla að hætta að reykja og margir ætla að grenna sig.Það þurfa margir íslendingar að taka sig á og huga betur að því sem að ofan í maga þeirra fer.Við erum allt of kærulaus með það sem við veljum að setja ofan í maga okkar.
Íslendingar virðast margir hverjir alls ekki vita að líkaminn þarf góða næringu til að honum líði vel.
Við þurfum að fá um 50 næringarefni dagsdaglega til að líkaminn geti starfað eðlilega.
Það er nauðsynlegt að borða reglulega og borða holla fæðu. Ef við gerum það ekki höldum við ekki heilsu.
Það er góð ákvörðun að breyta um lífsstíl núna og ég óska þeim til hamingju sem þá ákvörðun hafa tekið.
Flokkskírteinin hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í.
1.1.2010 | 15:13
Flokkskírteinin hafa komið okkar í þá stöðu sem við erum í.
Ef þjóðin hefði verið skynsöm og ráðið þá hæfustu hverju sinni í áhrifastöður og unnið hefði verið að heillindum, hefði þjóðin ekki lent í þessum hamförum.
Bankasalan og frelsi þeirra sem að stjórnuðu bönkunum vegna vina og tengsla við þá sem stjórnuðu landinu kom okkar þangað sem við erum nú og það er hörmulegt.
Nu bíður þjóðin spennt eftir SKÝRSLUNNI 1.febrúar og þá mun enn frekar koma í ljós hverir áttu mestan þátt í þjóðargjaldþrotinu.
Við þurfum að stækka fangelsin, á því leikur varla nokkur vafi.
Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Brennan logar við Ægisíðu.
31.12.2009 | 20:47
Gleðilegt ár bloggheimur.
31.12.2009 | 19:36
Best að eiga lítið eða ekki neitt.
31.12.2009 | 15:25
Það eru ekki mörg ár síðan Borgarbúar voru með ólæstar dyr og hurðirnar á bílnum okkar voru ólæstar.Núna er flestir komnir með öryggiskerfi, búnir að selja gullið sitt og múra flatskjáinn inn í vegg. Já, það er breyting á Íslensku þjóðfélagi. Núna eru innbrotsþjófar að störfum um hábjartan dag.
Ætli framtíðin verði byssa á hvert heimili til að verja heimili sitt ?
Innbrotum fjölgaði um 30% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áramótabrenna.
31.12.2009 | 15:02