Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hver hefur haldið því fram að fita fiti?
26.12.2009 | 00:26
Ekki veit ég hver hefur haldið því fram að fita fiti frekar en önnur orkugefandi efni. Þetta er spurning um heildarorku. Ef þú færð þá orku sem líkaminn þarf, heldur þú þinni þyngd. Fáir þú hins vegar of mikla orku, víkkar þú út í veröldina, þá skiptir engu máli hvort orkan komi úr kolvetni, fitu, próteinum eða alkahóli.Ekki þekki ég hina skýringuna með að fita fiti...það er nú bara rugl.
Feitur matur fitar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Græðgi eða siðblina ?
10.12.2009 | 16:18
Ég tel afar ósiðlegt að hafa við völd í nýju bönkunum fyrrum starfsfólk sem er blindað af græðgi og algjörlega óhæft til að laga sig breyttum gildum í samfélaginu.
Við fáum aldrei hreinsað til í "nýja Íslandi" fyrr en við fáum nýtt og skynsamlegt fólk til starfa og það þarf að gerast sem fyrst.
Birna með 12,5 milljóna kröfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hveiti hollara en Spelt.
6.12.2009 | 19:29
Kastljós sýndi í vikunni rannsókn sem þeir hefðu gert á gæði og verði Hveitis.Fróðleg að sjá að ekki var fylgni á milli gæða og verðs. Trúlega hafa margir átt von á því að "fína" hveitið frá Ameríku sem margir halda að sé svo mikið betra var alls ekki betra.
Nú getum við róleg farið út í búð og keypt ódýrasta Hveitið og árangur og bragð verður eins og við viljum hafa það.
Í framhaldi af hveitinu langar mig að nefna muninn á Spelti og Hveiti.
Margir trúa því að Spelt sé mun hollara en Hveiti. Mikil áróður hefur verið á hollustu Spelt og trúlega hefur sá áróður alls ekki verið réttur. Margir vilja trúa því að Spelt sé hollast og fólk hleypur bæinn á enda til að kaupa gæðabrauð úr Spelti.
Mig langar að minna á að verið er að bera saman Hveiti og Spelt ekki Hveiti og Heilhveiti.
Hveiti er unnið úr Heilhveiti og þar af leiðandi er rangt að bera saman Hveiti og Spelt.
Rétt er að bera saman Spelt og Heilhveiti eins og taflan hér að neðan sýnir.
myndin er óskír en vel lesanleg.
Fróðlegt.
6.12.2009 | 15:55
Það var gaman að hlusta á Roger Boyes í Silfrinu. Hann sér hlutina í svipuðu ljósi og margir Íslendingar gera.Hefur greinilega kynnt sér Kolkrabbann og frænda og vina mennskuna sem að tröllreið þjóðinni.
Ég held að stór hluti þjóðarinnar hafi vonað að hlutirnir breyttust við hrunið, en því miður er æðimargt sem að bendir til þess að svo sé alls ekki. Hvað ætli þjóðin þurfi mörg hrun til að læra að vinna af þekkingu en ekki hentugleikastefnu.
Trúlega er sumir ósammála líkingu hans á Jóni Ásgeiri og Davíð, en skemmtileg samlíking engu að síður.
Boyes: Of mikil áhersla á ál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glórulaust.
4.12.2009 | 13:20
Ölgerðin skuldar 15,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góð tillaga hjá Ólínu.
4.12.2009 | 13:16
Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki gleyma morgunverðinum.
3.12.2009 | 08:56
Hvað finnst Bjarna Ben. um þetta málþóf ?
2.12.2009 | 20:38
Hvað ætli Sjálfstæðismenn hefðu sagt ef þeir hefðu verið í stjórn og stjórnarandstæðan sóað tímanum til einskins.Það hlýtur að vera komin sá tími að við fáum inn á Alþingi skynsamlegt fólk með reynslu af lífinu og kann að vinna.
Það þyrfti að vera krafa að þeir sem bjóði sig fram til Alþingis hafi reynslu af vinnu,annarri en að stjana í kring um flokksbræður sína, eins bakgrunnur allmargra þingmanna er í dag.
Það væri einnig hægt að nota Bónus-kerfið. Laun eftir vinnuframlagi.
Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)