Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þeir sterkust fá að lifa, við hin erum ekki velkomin.

Sprauta Photos jpg 550x400 q95Það er mikið sjokk að veikjast af illvægum sjúkdómi sem dregur mann "frekar" hratt og örugglega til dauða.

Insúlínháð sykursýki er mjög alvarlegur sjúkdómur, sem engin veit með vissu af hverju kemur né hvers vegna hann kemur.

Það er ekki nóg að fá linsulin því þarf að koma lyfinu inn í líkamann og það er gert með sprautum.Það kostar peninga.

Þeir sem eru insúlínháðir þurfa að mæla blóðsykur oft á dag. Það kostar peninga.

Sykursjúkir þurfa að fara í reglulegt eftirlit hjá mörgum sérfræðingum á ári hverju. Það kostar peninga.

Illa meðhöndlaður sjúkdómur kostar þjóðfélagið mikla peninga og eru mjög alvarlegir. 

 

Hver innlögn á sjúkrahús kostar þjóðfélagið mikla peninga.596825

 

 


mbl.is Sykursjúkir „sitja í sjokki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hendir rusli í hverfið okkar ?

skrald.jpg  Já, svona gætum við spurt.

 Ætli við hendum því ekki mest sjálf og svo kemur "kári"  trúlega til hjálpar og blæs því á ákveðna staði, svo af verða haugar af sælgætisumbúðum, djúsumbúðum og ýmsu öðru.

Vesturbæingar eru stoltir af sínu hverfi og auðvitað eigum við að hjálpast að við að halda því snyrtilegu.

 Út með pokana Vesturbæingar og hreinsið í kring um ykkur.


mbl.is Tíndu upp kaffimál og flugeldarusl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg með ólíkindum.

Það væri mjög til bóta að hafa  ákveðin "LÖG" um fjölda nemenda í bekk auk þess það ætti einnig að vera ákveðin fjöldi barna "með sérþarfir" í hverjum bekk.

Álagið á kennara í mörgum skólum er afar mikið og þá má spyrja, eru ALLIR nemendur að fá þá kennslu sem þeir eiga rétt á.

Það er stór hópur barna sem fær litla hjálp inn í stórum og erfiðum bekkjum. Við getum ekki haldið áfram að horfa fram hjá því.

Foreldrar barna sem vilja fá frið og læra ljóta að hafa athugasemdir við það fyrirkomulag sem er.


mbl.is Enginn hámarksfjöldi barna í bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn !

Það er alveg með ólíkindum hvað vinnubrögð þeirra sem þjóðin kaus á þing er léleg og dónaleg.

Ég er alveg viss um  að fáir hafi viljað sjá sitt atkvæði í skítkasti í mann og anna. Mér finnst það alls ekki skipta máli hver á í hlut.

Ef þingmenn væru við kennslu í skólum landsins væri alveg örugglega búið að ávíta þá oft og jafnvel reka.

Í boði hvers leyfum við þetta skítkast ????


mbl.is Klámhögg og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyndilausnir endast stutt.

mjo_769_kona_a_hugsa_feitt_1137664.jpgÞað er með ólíkindum hvað fólk hoppar aftur og aftur á skyndilausnir. Þar eru vörur sem eiga að "grenna" fólk mjög vinsælar. Það er alveg gulltryggt að sá sem græðir og nær bestum árangri er framleiðandinn og sölumaðurinn.

Sölumenn sem eru næstum því undantekningalaust lítið lærð í næringar og líffræði, en kunna fullt af innihaldslausum frösum og loforðum sem oft á tíðum eru stór hættuleg.

Góðir hlutir gerast hægt og það eru engar töflur eða duft sem gera kraftaverk þar.

 

 


mbl.is Um gylliboð til að bæta heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimahjálpin víkur fyrir vélinni.

images_1135126.jpgDanir eru líka að spara. Nú á að spara við "eldra" fólkið og fækka heimsóknum og þrifum hjá eldri borgurum.Nú á að virkja sjálfvinnandi ryksugu til að sjúga gólfin.

Það er allt reynt til að eldri borgarar fái sem minnstu þjónustuna víðar en hér á Íslandinu "góða".


Ekkert óeðlilegt við það.

Það er eðlilegt og mannlegt að fara mörg hliðarspor í "átakinu".

Það eru því miður afar fá "átök" sem hafa skilað varanlegum árangri og þar þarf ég ekki að nefna nein nöfn því til sönnunar.

Gjörbylting á lífstíl fólks er dæmd til að mistakast. Þannig er það nú bara og mun verða svo lengi sem ekki er hægt að tengja okkur við tölvu.

Við erum sem betur fer mannleg með sálarlíf og þar er margt sem ekki er hægt að breyta bara sísvona. 


mbl.is Einar gripinn við nammisjálfsalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt.

Greiðsla á vaxtarbótum er einmitt greiðsla sem að gæti komið fólki til hjálpar eftir hrunið.

Gæti ekki verið skynsamlegt að greiða fólki sem skuldar mikið, hærri vaxtabætur og þá af öllu láni sem það hefur og þá ekki með tengingu eingöngu í fasteignalán.

Margir hafa verið nauðbeygðir til að hækka yfirdrátt og taka önnur lán til að bjarga sér fyrir horn.

Hækkun vaxtabóta gæti verið leið til að koma á móts við þá sem skulda mikið eftir hrunið.


mbl.is Sumir gætu misst allar vaxtabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að gera betur.

Það er alveg örugglega hægt að minnka heimilissorpið enn meira ef matvæli væru ekki svona vel inn pökkuð eins og þau eru í dag.

Þegar maður kemur úr matvörubúðinni með þrjá poka fer einn strax aftur út í rusl í formi umbúða utan um það sem við vorum að kaupa.

Þarna hlýtur að vera hægt að takmarka umbúðir eitthvað.


mbl.is Hætt að draga úr heimilissorpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er skynsemin ?

Eins og eldur í senu hefur þessi engiferdrykkur farið um landið.

Alltaf verð ég jafn hissa á viðbrögðum fólks fyrir "skyndilausnum".

Vel upplyst þjóð teljum við okkur vera, en hvað gerist þegar vara með "skyndilausnum" , kemur á markað. Meira en hálf þjóðin hleypur til og tekur þátt.

Þetta gerðist líka í góðærinu, fólk hljóp til.

Hvernig stendur á þessu ?

Hvað gerist í kollum fólks ?

Hvar er skynsemin ?

Erum við kannski ekki vel upplýst ?


mbl.is Fengu aldrei fyrirmæli um að taka drykkinn af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband