Skyndilausnir endast stutt.

mjo_769_kona_a_hugsa_feitt_1137664.jpgÞað er með ólíkindum hvað fólk hoppar aftur og aftur á skyndilausnir. Þar eru vörur sem eiga að "grenna" fólk mjög vinsælar. Það er alveg gulltryggt að sá sem græðir og nær bestum árangri er framleiðandinn og sölumaðurinn.

Sölumenn sem eru næstum því undantekningalaust lítið lærð í næringar og líffræði, en kunna fullt af innihaldslausum frösum og loforðum sem oft á tíðum eru stór hættuleg.

Góðir hlutir gerast hægt og það eru engar töflur eða duft sem gera kraftaverk þar.

 

 


mbl.is Um gylliboð til að bæta heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta er merkilegt. En svo sem er þetta í grunninn ekki alveg nýtt. Voru í gamla daga sölu menn sem ferðuðust um og seldu allskyns lífselexíra. Yfirleitt var það bara vatn með dropa af vískí útí.

En núna er þetta orðið miklu þróaðra og kerfisbundnara. Og fjölbreittara.

það er áhugavert að reyna að finna út hvað það er í samfélagsháttum nútímanns sem gerir það að verkum að fólk kaupir svo auðveldlega allskyns dellu um skyndi og töfralausnir. Maður tekur alveg eftir að fólk vill trúa og kaua þetta. Og allskonar fólk. Menntað sem ómenntað. Skiptir ekki máli.

þetta á líka við margt annað en fæðu og heilsu. Td. má sja þessa tilhneigingu í umræðum um skuldir síðustu misseri. það er ekkert mál að selja fólki að það sé til töfratrikk því viðvíkjandi. Og enginn borgi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.2.2012 kl. 12:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur.  Það er með ólíkindum hvað fólk hoppar á svona skyndilausnir aftur og aftur jafnvel þó ekkert gangi eins og lofað hefur verið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband