Sorglegt.

Greiðsla á vaxtarbótum er einmitt greiðsla sem að gæti komið fólki til hjálpar eftir hrunið.

Gæti ekki verið skynsamlegt að greiða fólki sem skuldar mikið, hærri vaxtabætur og þá af öllu láni sem það hefur og þá ekki með tengingu eingöngu í fasteignalán.

Margir hafa verið nauðbeygðir til að hækka yfirdrátt og taka önnur lán til að bjarga sér fyrir horn.

Hækkun vaxtabóta gæti verið leið til að koma á móts við þá sem skulda mikið eftir hrunið.


mbl.is Sumir gætu misst allar vaxtabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ætlarðu þá að borga þeim vaxtabætur sem eru bara á neyslufylleríi? Hvernig ætlarðu að þekkja þá úr sem eru raunverulega illa staddir? Margir voru í bullinu fyrir hrun og skulda mikið bara í neysluskuldir, ég vil ekki borga þeim vaxtabætur.

Annars sé ég ekkert að því að borga ekki vaxtabætur fyrir þá vexti sem ekki er búið að greiða. Finnst eðlilegra að endurgreiða vexti en að fyrirframgreiða. Væntanlega koma þá vaxtabæturnar síðar þegar búið er að greiða af láninu.

Heiða (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 09:59

2 identicon

Hjartanlega sammála Heiðu það er mjög óeðlilegt að greiða vaxtabætur fyrir vexti sem þú ert ekki búin að greiða, reyndar finnst mér vaxtabætur vitlausar og vildi mikið frekar sleppa þeim og borga lægri skatta í staðinn.

Kv, Óli

Ólafur Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 10:07

3 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Hér er ég sammála Óla varðandi að sleppa þeim og borga lægri skatta og gjöld í staðinn.

Heiða segir "Væntanlega koma þá vaxtabæturnar síðar þegar búið er að greiða af láninu" og hvað? fær þá fólk allt í einu kannski 900 þús kr endurgreiddar ef það hefur haft frystingu í 3 ár og hefðu kannski átt að fá 300 þús kr í vaxtabætur á hverju ári? þvílík steypa sem þú kemur fram með.

Ég sjálfur er ekki að leika mér með að hafa lánið í frystingu, heldur er ég einfaldlega að reyna laga skuldastöðu mína eins og ég get áður en ég fer að borga aftur af láninu.

Frysting er ekki að hjálpa fólki...finnst ykkur eðlilegt að lánið mitt hafi vaxið úr 14.8 milljónum í 22.5 á 3 og hálfu ári?????

sjálfur borgaði ég 4 milljónir út af sparifé, það er farið og kemur ekki aftur.
ég mun heldur aldrei selja íbúðina mína á hærra verði sem þýðir að ég mun aldrei geta gert upp þetta lán nema vinna í lottói...

Ég er þannig séð tæknilega gjaldþrota.
Vaxtabæturnar hafa hjálpað mér og minni fjölskyldu að framfleyta okkur í 3-4 mánuði á ári.

Arnar Bergur Guðjónsson, 24.11.2010 kl. 13:42

4 identicon

Fyrirgefðu Arnar, en reiknar þú með því að borga þriggja ára afborganir á einu ári + afborganir þess ár? Ja, þá ertu ekki illa staddur.

Nú hef ég ekki sett mig mikið inn í hvernig þessi frysting virkar, en færast ekki þessar afborganir aftur fyrir? Og þá borgarðu vextina þegar kemur að því að borga þær afborganir en ekki alla á einu bretti þegar frystingu líkur.

Og samkvæmt orðanna hljóðan eru vaxtabætur til að bæta þér þá vexti sem þú hefur þurft að greiða. Ekki til að bæta þér þá vexti sem þú hefur stofnað til.

Og ef við tökum þessa umræðu skrefinu lengra. Hvað ef við borgum út vaxtabætur fyrir vexti sem hafa ekki verið greiddir (afborganir ekki greiddar) og viðkomandi verður svo gjaldþrota. Þá erum við búin að greiða honum vaxtabæturnar fyrir vexti sem hann mun aldrei greiða. Hvaða réttlæti er í því?

Heiða (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:41

5 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Heiða, eins og þú orðar það, "þá koma vaxtabæturnar síðar" hvaða vaxtabætur áttu við? áttu við að þær safnist upp á biðreikning þangað til viðkomandi byrjar að borga aftur vexti? þú talar um það þannig.

Einnig talaði ríkisstjórnin um að þetta væri líka til að hjálpa illa stöddum heimilum, en það er eins og annað að þeir vilja ekki hjálpa fólki.

auðvitað er það fólksins val hvað það gerir við bæturnar..

En eins og ég og mín fjölskylda hefur gert, þá höfum við notað þetta til að framfleyta okkur  í 3-4 mánuði á ári. t.d. mat og aðrar nauðsynjavörur.

og hvað er fólk að væla yfir þessu núna? gott hjá þér eða öðrum sem ná endum saman og hafa það ágætt, slíkt er ekki hérna meginn, maður bara reynir að tóra sem gengur ekkert alltof vel þessa dagana.




Arnar Bergur Guðjónsson, 24.11.2010 kl. 14:55

6 identicon

þegar fólk borgar afborgun af húsnæðisláni frá íls þá eru greiddar vaxtabætur þetta er ekki kostnaður fyrir ríkið bara greiðsla sem kemur tilbaka aftur ... það væri betra að hætta með þær þá lækka greiðslur af íls lánum...  svo fá ekki allir vaxtabæturnar tilbak því skatturinn kann ekki að borga öllum tilbaka ..

Aur (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband