Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Vonandi komin friður.
24.9.2009 | 08:28
Alltaf er það leiðinlegt þegar ekki næst samkomulag innan skóla um vinnuhegðun og yfirmenn.
Vonandi er komin friður á Hvolsvelli.
Eftir höfðinu dansa limirnir og ef engin yfirmaður er, geta limirnir farið að dansa út um allt stjórnlausir.
Nýr skólastjóri Hvolsskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Takk fyrir.
17.9.2009 | 07:47
Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa hringt, sent mér tölvupóst eða komið til að veita mér stuðning, síðustu tvo daga.Það er alveg greinilegt að hér hjálpast fólk að og gefur góð ráð, þó svo að margir af þeim sem hafa verið í sambandi við mig, þekki mig ekki neitt.
Margt af því sem ég hef verið upplýst um kemur mér virkilega á óvart, en greinilegt er að á Íslandi eru hlutir að gerast sem ég hafði ekki hugmynd um.
Takk öll, þið eruð alveg frábær.
Fékkst þú þér lýsi í morgun ?
15.9.2009 | 07:33
Það er gott að fá sér lýsi með morgunmatnum .Lýsi inniheldur D-vítamín sem er líkamanum nauðsynlegt.
Hugsaðu um heilsuna og fáðu þér lýsi.
Borðaðir þú morgunverð ?
15.9.2009 | 07:15
Það er talið að tæpur helmingur fólks borði ekki morgunverð.Morgunverður er talin ein af nauðsynlegustu máltíðum dagsins.Það er talið að vinnuafköst verði minni og fólk eigi erfiðara með að einbeita sér borði það ekki reglulega.
Þvílíkur æsingur.
14.9.2009 | 19:42
Hvernig verður næringarástand þjóðarinnar.
14.9.2009 | 19:07
Það má segja að hrunið hafi áhrif allsstaðar.Það gerir það einnig í neyslu fólks. Mataræðið breytist og fer oft í næringarminni vöruflokka.Alveg er ég viss um að þeir sem eru í Ríkisstjórn og hafa áhyggjur af skuldum framtíðarinnar hafa ekki tekið þær breytingar með í framtíðarplönin.
Það er hætta á að fólk breyti neyslu sinni og að neyslan verði ekki eins holl og áður.
Slíkar breytingar geta haft mikil áhrif á heilsu og líðan.
Minni afköst, hærri veikindatíðni og margt fleira sem að getur gerst ef fólk fær ekki þau næringarefni sem líkaminn þarf að fá daglega.
Inga Lind verður örugglega flott í fréttum.
14.9.2009 | 17:46
Gaman að fá nýjan fréttatíma fyrir okkur sem erum háð fréttum.
Það er ekki spurning að hann Flosi frændi minn verður glaður ef hann getur horft á hana í sjónvarpi næstum daglega.
Inga Lind í nýjum fréttatíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Efnilegir Íslendingar.
14.9.2009 | 07:34
Atvinnulausir og í háskólanámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki eitthvað gagnlegra...
14.9.2009 | 00:27
Roger Moore gegn andalifur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við erum reið...reið og aftur reið.
13.9.2009 | 21:30
Það er betra að vera reiður og öskra en að lemja og drepa sagði viðmælandi Silfur Egils í dag.Auðvitað er gott að við erum ekki að lemja og drepa.
Það er samt verið að drepa margt, það er verið að drepa gleði okkar, það er verið að drepa áhuga okkar á því að borga skuldirnar okkar það er jafnvel verið að morka úr fólki líftóruna og dæmi eru um að fólk hafi svipt sig lífi af vonleysi og uppgjöf.
Ætli það sé möguleiki á því að vera bara reiður, meira reiður og það verði svo ekkert meira ?
Trúlega er það bjartsýni að vona að það geti gegnið.
Það er mikil reiði í þeim sem kasta málningu á hús og eigur útrásarvíkinganna, það er líka reiði í þeim sem kastaði konfekti í einn útrásarvíkinginn í leikhúsinu og hann þurfti að yfirgefa salinn.
Mjög svo skiljanlegt, því við njótum ekki með þetta lið undir sama þaki, eða gerum við það ?
Það eru margir að fara í gegn um reiði, sorg, missi og örvæntingu um framtíðina.
Hvenær á að reyna að hjálpa okkur áður en við erum farin héðan ?