Þetta hlýtur að vera ég.

Ég skil enganveginn þessa frétt. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mig.


mbl.is Greiddu 114 þúsund krónur að meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook

Það er sagt að íslendingar noti hvað mest Facebook í öllum  heiminu. Ég trúi því alveg, enda eru íslendingar duglegir við flest það sem ekki þykir "hollt" í víðum skilningi.

Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Facebook er að fólk les oftast bara það fyrsta en fylgist ekkert með athugasemdum sem koma í umræðunum á eftir, heldur bara áfram og segir það sama aftur og aftur og spyr sömu spurninganna aftur og aftur.

Þetta er í mínum huga hinn einkennandi "ÍSLENDINGUR" sem veður áfram hvar og hvenær sem er.


Þetta er annar heimur.

Ég verð meira og meira vör við að minn heimur er allur annar en nýríka fólksins.

Ég hef unnið mest alla mína ævi á Íslandi, stundum þrjár og fjórar vinnur á sama tímabili. Það eru fjórar helgar í máuði og kvöld og nætur. Borgað mína skatta og skyldur, sótt mér nám erlendis. Ekki fengið há námslán hjá lánasjóðnum fyrir því.

Þessar myndir eru í mínum huga eins og amerísk bíómynd.

Vona svo innilega að þetta fólk sé hamingjusamt og heilbrigt.

Ég er orðin sjúklingur og hef ekki ráð á einkasjúkrahúsi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta geta ekki verið góðar fréttir.

Þjóðarbúið hefur ekki fjármuni til að sjá um eldri borgara. Heilbrigðiskerfið í molum.

Þetta hlýtur að vera slæmt fyrir Ísland.


mbl.is Lífslíkur með þeim hæstu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki hægt að setja öryggismyndavélar í Heiðmörk.

Væri ekki hægt að stja öryggismyndavélar í Heiðmörk.

Það gæti aukið tekjurnar í bæjarsjóðinn hjá Garðabæ. Veitir nokkuð af því eru það ekki mest látekjufólk í Garðabænum.


mbl.is Ótrúlegasta rusli hent í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins !

Mikið er nú gott að fá vitræna umræðu um þetta mjög svo útbreidda "óþol". Það er hálf þjóðin með einhver óþol og trúa því að þeir læknist við breytt mataræði.

Ef einstaklingar borða skynsamlega og fylgja ráðum Lýðheilsustöðvar, væri margt meinið horfið og flestum liði betur.

Allt þetta "tískumataræði" skilar engu í lengdina.


mbl.is Sykurneysla tengist ekki kandída
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unicef í Eymundsson.

 

photo_1269849.png

 

 

 

Ég fór og fékk mér kaffi í Eymundsson á Skólavörðustíg. Afgreiðslumaðurinn spurði mig hvort ég vildi styrkja UNICEF.

Hann spurði hvern einasta sem hann afgreiddi. Er þetta allt í lagi ? Getur maður ekki farið og fengið sér kaffibolla án þess að verið sé að betla af manni. Ég lét þetta alla veganna fara í taugarnar á mér.

 


Frábært hjá Kjartani.

Mikið finnst mér þetta góð tillaga hjá Kjartani. Auðvitað á að nýta Víðines sem er á fallegum

Hættum nú öllum þessum nefndum og ráðum og förum að vinna eitthvað af viti. Það er löngu komin tími á það.

stað og innan seilingar. Er ekki hægt að fá strætó til að keyra þangað ?

 


mbl.is Víðines fyrir heimilislausa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Embætti Jesús Krists.

img_2044_1269467.jpgVissuð þið að Embætti Jesús Krists er komið í Nóatúnið í Reykjavík.

 


Ég fór í Krónuna.

653824_1269416.jpgÉg fór í Krónuna, eins og ég geri oft. Mig vantaði meðal annars Hveitikím, ég fór í kælinn eins og ég er vön en fann ekki Hveitikím. Fann starfsmann, hann yppti öxlum og vissi ekkert, fann annan starfsmann, sem varð eitt stórt spurningamerki og vissi ekkert. Áfram hélt ég leit að starfsmönnum í þeirri von að einhver gæti aðstoðað mig. Ég var búin að finna sjö starfsmenn víðs vegar um búðina, þar á meðal tvo vaktstjóra.

Engin talaði "íslensku" og ég kunni ekki enska orðið yfir Hveitikím.

Engin vissi hvar ég gat fundið vöruna.

Í allri tækni nútíma þjófélags hlýtur að vera hægt að gera hlutina þannig að þú getir flett upp í tölvu eða skjá og séð hvar í búðinni viðkomandi vara er.

Það er varla hægt að ætlast til að viðskiptavinirnir hlaupi um allan búð að leita og spyrjast fyrir.


Ekki margir jafn "heiðarlegir".

Mikið finnst mér hún Björk flott. Hún er búin að reyna að berjast við "kerfið" árum saman og henni finnst ekkert ganga, þá snýr hún sér að verðugri verkefnum.

Það virðist mikið vera um karp og umræður í íslenskum stjórnmálum og lítið um efndir. Ég heyrði af einum í borgarstjórn sem leggur mikið á sig til að "eiga" frumkvæðið. Hnýsist í hornin og lætur bóka "sína tillögu".

Heyrði viðtal við aðila úr Borgarstjórn í gær á útvarpi Sögu, hún sagði að þar gengi ekki vel og þá var hún spurð, hvort hún héldi að hún gæti aðstoðað eitthvað. Já það taldi hún vera.

Þetta segir fólk sem var valið í Borgarstjórn á launum hjá fólkinu.

Eru stjórnmál þannig að fólk er alls ekki að vinna að heillyndum, það er að vinna fyrir "sjálfan sig" og vonandi eitthvað fyrir flokkinn sinn en alls ekki fyrir heildina.

Áfram Björk, þú ert flott.

 


mbl.is Björk hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Seltjarnarnesi er mikið af köttum.Köttum sem eigendur hugsa illa lítið umir út um allt.

Það er mikið af köttum á höfuðborgarsvæðinu, kettir sem engin á og kettir sem "einhver" á en hugsar lítið um. Í mínu hverfi í hinum "æðislega bæ" Seltjarnarnesi, úir og grúir af köttum. Kettir sem nota hvert tækifæri til að troða sér inn til fólks.

Það er sérstaklega einn köttur sem að vaktar þær dyr sem eru opnar og skellir sér inn. Þegar ég opna glugga til að fá súrefni, kemur kötturinn inn.

Ég er með "ofnæmi" fyrir köttum og vill ekki sjá kött á mínu heimili.

Hvað á að gera  við fólk sem hugsar ekki um kettina sína ?

Má ég kalla á meindýraeyði þegar kötturinn er kominn inn til mín ?

Hvaða rétt hef ég sem íbúi mínu hverfi, þar sem ég borga mína skatta?


Það hlýtur þá að lokast á "eftirlaunafólk" í Hákólum landsins.

images-2_1248171.jpgAlveg er það frábært að fá alla þá möguleika sem komnir eru til að ljúka námi til háskólasetu. Væri gott að kynna það nám enn fremur svo það fólk sem telur sig hafa misst af "tækifærinu", sjái möguleikana sem í boði eru og þau geta þá valið.

Þá kemur í huga minn allt það fólk sem komið er til ára sinna, hætt hinni hefðbundnu vinnu og skráð sig í Háskólann. Þarf hann að greiða "kostnaðarverð", eða ?

Það hlýtur að kosta samfélagið  fullt af peninginum ?


mbl.is Eldri nemendur fari aðrar leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

var númer 40 í BYKO.

img_2767.jpgÉg fór í BYKO á Granda, eins og ég geri reyndar frekar oft. Mig vantaði gas. Ég fór i timburafgreiðsluna þaðan sem gasið hefur verið afgreitt. Þar var ekki nokkurn mann að sjá. Ég fór á þjónustuborðið, tók miða númer 40 og beið eftir þjónustu. Það var stutt bið. Þarna kom aðvífandi ungur afgreiðslumaður og spyr hvort hann geti aðstoðað, já takk sagði ég. Mig vantar áfyllingu á gasdúnkinn. Ég get hjálpað þér með málningu og rafmagn en gas því miður og þar með fór hann.

Hvað getur maður sagt ?

 


133.33 krónur

Það fer ekki fram hjá okkur sem vinnum "launaða" vinnu að maturinn kostar, hann kostar mikið svo ég tali nú ekki um ef maður fær gesti eða ætlar að gera sér dagamun. Ég skellti mér í slátur og útkoman var 266.66 krónur einn keppur það eru þá ekki nema 133.33 kr máltið+ rófurnar. Gæti náð 209img_2761_1248066.jpg krónum þar.

Aðaltuskan

Ég hef prjónað mikið um ævina, reyndar notað prjónana sem róandi "meðal". Trúlega hef ég prjónað mörg þúsund tuskur. Ég lærði að prjóna borðtuskur eða bekkjaaríur eins og norðlendingar kalla þær í Árósum 1978.

Ég er sátt með mínar tuskur og margar vinkonur mínar hafa tekið upp þennan góða sið.

Mig langar að segja ykkur smá sögu af tuskunum mínum. Dóttir vinkonu minnar lenti í alvarlegu bílslysi og var á gjörgæslu. Dag einn fer ég til hennar og tek að sjálfsögðu prjónana með(þeir eru reyndar alltaf í töskunni). Hjúkrunarkonan kemur þarna aðvífandi og spyr, ert þú líka að prjóna tuskur ? Þá svarar vinkona mín, Hún er aðaltuskan.

img_1858.jpg


mbl.is Prjónarar deildu hart um borðtuskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýnt að "bæta" kennsluna.

Brýnt að bæta kennsluna segir Almar Miðvík-Halldórsson. Þetta er mögulega mikil einföldun á stöðunni eins og hún er í dag. Það er mjög margt sem hefur breyst í skólakerfinu undanfarin ár.

Þar má til dæmis nefna að skóla án aðgreiningar..........

Tölvu og farsímanotkun skólabarna......

Mikið af uppeldisþáttum er komið inn í skólann........

Svona má lengi telja.

Kennarar sem hafa kennt í áratugi, segja margir að börnin í dag hagi sér öðruvísi.

Það eru örugglega margir þættir sem hafa áhrif á útkomu Pisa og ekki hægt að gefa kennurum einum sökina.

 


mbl.is Brýnt að bæta kennsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁÁÁÁ, þetta er vont.

Gott að undirstrika hvað það er mikilvægt að það sé kunnáttufólk þegar verið er að elda ofan í marga.

Þetta hefur oftast ekkert með eldhúsið að gera. Þetta er meðhöndlun matvara af mannavöldum, þess vegna er alveg hægt að opna eldhúsið en þá með starfsfólki sem kann til verka.

4674347-opkast.jpg


mbl.is Á heilsugæslu með matareitrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bull er þetta.

Angela Merkel er greinilega mjög skynsöm kona. Af hverju má hún ekki not fötin sín oftar en einu sinni ?

Hver gefur "tízkuráð", trúlega þeir sem hanna fötin og selja. 

Stór hluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því hvernig "þetta fína fólk" klæðist.

Það eru "einhverjar tízkulöggur" sem telja sig vera alvitra um klæðnað fólk. 

Þetta er bara bull og vitleysa og ætti ekki að vera á síðan dagblaða.

 

 


mbl.is Mikið í sömu fötunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi nota þeir venjulega steypu.

Nú hverfur bensínstöðin við Ægisíðu. Ég mun sakna hennar, ekki af því að ég sæki þangað þjónustu heldur vegna þess að hún er hluti að lífi mínu.

Ég ólst upp við sjóinn á Ægisíðunni sem þá var skrifuð með tveimur essum. Þá var bensínstöð áa horninu, svo þurftum að byggja fyrir "góðborgara" þarna á horninu og þá  var bensínstöðin sem þá hét Esso flutt um tvær húsaraðir.

Núna hafa einhverjir "leyni menn" sem kalla sig Ægisíðu keypt reitinn og ætla að reisa þar tveggja hæða blokk. Mér finnst það frábært, ég vona svo sannarlega að það verði ódýr steypa í þeirri blokk svo að fólk sem vill minnka við sig geti fjárfest þar í íbúð. Ekki væri verra ef þeir hefðu þar kaffihús og aðra þjónustu á jarðhæðinni. Við viljum jú þétta byggð og sækja þjónustu í hverfið okkar.


mbl.is Ægisíða ehf kaupir Ægisíðu 102
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband