Vonandi nota þeir venjulega steypu.

Nú hverfur bensínstöðin við Ægisíðu. Ég mun sakna hennar, ekki af því að ég sæki þangað þjónustu heldur vegna þess að hún er hluti að lífi mínu.

Ég ólst upp við sjóinn á Ægisíðunni sem þá var skrifuð með tveimur essum. Þá var bensínstöð áa horninu, svo þurftum að byggja fyrir "góðborgara" þarna á horninu og þá  var bensínstöðin sem þá hét Esso flutt um tvær húsaraðir.

Núna hafa einhverjir "leyni menn" sem kalla sig Ægisíðu keypt reitinn og ætla að reisa þar tveggja hæða blokk. Mér finnst það frábært, ég vona svo sannarlega að það verði ódýr steypa í þeirri blokk svo að fólk sem vill minnka við sig geti fjárfest þar í íbúð. Ekki væri verra ef þeir hefðu þar kaffihús og aðra þjónustu á jarðhæðinni. Við viljum jú þétta byggð og sækja þjónustu í hverfið okkar.


mbl.is Ægisíða ehf kaupir Ægisíðu 102
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband