Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
Loksins !
24.9.2015 | 00:12
Mikið er nú gott að fá vitræna umræðu um þetta mjög svo útbreidda "óþol". Það er hálf þjóðin með einhver óþol og trúa því að þeir læknist við breytt mataræði.
Ef einstaklingar borða skynsamlega og fylgja ráðum Lýðheilsustöðvar, væri margt meinið horfið og flestum liði betur.
Allt þetta "tískumataræði" skilar engu í lengdina.
Sykurneysla tengist ekki kandída | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Unicef í Eymundsson.
18.9.2015 | 16:27
Ég fór og fékk mér kaffi í Eymundsson á Skólavörðustíg. Afgreiðslumaðurinn spurði mig hvort ég vildi styrkja UNICEF.
Hann spurði hvern einasta sem hann afgreiddi. Er þetta allt í lagi ? Getur maður ekki farið og fengið sér kaffibolla án þess að verið sé að betla af manni. Ég lét þetta alla veganna fara í taugarnar á mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært hjá Kjartani.
14.9.2015 | 10:29
Mikið finnst mér þetta góð tillaga hjá Kjartani. Auðvitað á að nýta Víðines sem er á fallegum
Hættum nú öllum þessum nefndum og ráðum og förum að vinna eitthvað af viti. Það er löngu komin tími á það.
stað og innan seilingar. Er ekki hægt að fá strætó til að keyra þangað ?
Víðines fyrir heimilislausa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Embætti Jesús Krists.
14.9.2015 | 09:00
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór í Krónuna.
13.9.2015 | 12:51
Ég fór í Krónuna, eins og ég geri oft. Mig vantaði meðal annars Hveitikím, ég fór í kælinn eins og ég er vön en fann ekki Hveitikím. Fann starfsmann, hann yppti öxlum og vissi ekkert, fann annan starfsmann, sem varð eitt stórt spurningamerki og vissi ekkert. Áfram hélt ég leit að starfsmönnum í þeirri von að einhver gæti aðstoðað mig. Ég var búin að finna sjö starfsmenn víðs vegar um búðina, þar á meðal tvo vaktstjóra.
Engin talaði "íslensku" og ég kunni ekki enska orðið yfir Hveitikím.
Engin vissi hvar ég gat fundið vöruna.
Í allri tækni nútíma þjófélags hlýtur að vera hægt að gera hlutina þannig að þú getir flett upp í tölvu eða skjá og séð hvar í búðinni viðkomandi vara er.
Það er varla hægt að ætlast til að viðskiptavinirnir hlaupi um allan búð að leita og spyrjast fyrir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki margir jafn "heiðarlegir".
11.9.2015 | 13:49
Mikið finnst mér hún Björk flott. Hún er búin að reyna að berjast við "kerfið" árum saman og henni finnst ekkert ganga, þá snýr hún sér að verðugri verkefnum.
Það virðist mikið vera um karp og umræður í íslenskum stjórnmálum og lítið um efndir. Ég heyrði af einum í borgarstjórn sem leggur mikið á sig til að "eiga" frumkvæðið. Hnýsist í hornin og lætur bóka "sína tillögu".
Heyrði viðtal við aðila úr Borgarstjórn í gær á útvarpi Sögu, hún sagði að þar gengi ekki vel og þá var hún spurð, hvort hún héldi að hún gæti aðstoðað eitthvað. Já það taldi hún vera.
Þetta segir fólk sem var valið í Borgarstjórn á launum hjá fólkinu.
Eru stjórnmál þannig að fólk er alls ekki að vinna að heillyndum, það er að vinna fyrir "sjálfan sig" og vonandi eitthvað fyrir flokkinn sinn en alls ekki fyrir heildina.
Áfram Björk, þú ert flott.
Björk hættir í stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)