Hver stofnaði til skuldanna ?

Það kemur alltaf upp í huga minn svindl og svínarí þegar talað er um skuldirnar í sjávarútveginum.

Trúlega stafa skuldirnar af mörgum ástæðum, en mikið óhugnanlega hafi margir í sjávarútveginum getað lifað flottu lífi.

Sá sem ekki sér það er blindur.


mbl.is Segir fyrningarleið ruddaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Já er ekki magnað að ekki skuli vera hægt að gera réttlátar endurbætur á fiskveiðikerfinu sem skref í átt að kröfum Mannréttindadómstóls SÞ vegna erfiðrar skuldastöðu einstakra manna, sem tilkomnar eru að stórum hluta vegna þess hversu mikið bull kerfið er.

Atli Hermannsson., 15.10.2009 kl. 22:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við rannsókn á tilurð skulda margra stærstu fyrirtækja í útgerð kom í ljós að hjá mörgum þeirra voru þær vegna hlutabréfakaupa í óskyldum fyrirtækjum og annara ótengdra fjárfestinga. Það nagar ekki samvisku mína hætis hót þótt slíkar útgerðir láti af hendi aflaheimildir ef ríkið á að skera þær niður úr snörunni.

Árni Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 00:08

3 identicon

Þú talar um svindl og svínarí hvað varðar skuldir og kemur með ágætt svar þær stafa af mörgum ásæðum en afkverju kemur upp í huga þinn svindl og svínarí. Óhugnanlega margir lifað flottu lífi áttu þá við forstjóra eigendur sjómenn og fisverkafólkið.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Gömlu bankarnir léku lykilhlutverk í að plata útgerðir til að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum - á uppsprengdu verði....

.. og svo græddu gömlu bankarnir alltaf "báðu megin".... og seldu svo öll skuldabréfin  af öllu klabbinu "báðu megin" inn á erlendar lánalínur til erlendra banka... sem svo hafa stórtapað á þessu braski...... eins og allir....

eins og í spilinu... "mylla, mylla,svikamylla....

Eftir situr stórskuldugur sjávarútvegur.... trúlega í svipuðum hlutföllum og  heimilin og önnur fyrirtæki....

Venjuleg útgerð er ekki meiri "sökudólgur" í skuldsetningunni frekar en venjulegt heimili.... ef sanngirni er höfð með í umræðunni....

en auðvitað koma "rónarnir alltaf óorði brennivínið" alls staðar....  

Kristinn Pétursson, 16.10.2009 kl. 00:25

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Magnús, þú spyrð af hverju up í huga minn komi svind og svínarí.

Það er ekki fólkið á gólfinu sem hefur þénað, það lifir við fátækramörk.

Margir útgerðarmenn hafa haft mikla peninga, alla veganna lifað eins og "greifar".

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.10.2009 kl. 14:59

6 identicon

Það er alveg rétt hjá þér Guðrún hvað varðar fólkið á gólfinu kaupið er ekki gott og veit ég það vel því konan mín hefur unnið hjá sömu fiskvinnslunni í 10 ár og er það þeirra stéttarfélögum og stjórnvöldum til skammar hvernig kaupið er hjá fólki sem er í beinni gjaldeyrisöflun fyrir þessa þjóð.

Magnús (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband