Af hverju getur Ríkisstjórnin ekki drukkið Íslenskt kranavatn ?

Ég verð nú að segja að ég fyllist reiði þegar ég sé Ríkisstjórnina funda og það áður en ég heyri hvað þeir funda um.

rennandi_vatn.jpg

Hvað er að því að fá vatn úr krana sem að sett er í könnu ?

Hvers vegna þetta bruðl að drekka vatn úr plastflöskum ?

Ég er alveg viss um að Ríkisstjórnin hefur ekki litið sér nær í sparnaðnum.

Íslenskt vatn, já takk, og það úr krananum ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það er meiriháttar undarlegt ef ríkisstjórnin er að bruðla með aðkeypt vatn í flöskum.  Gott að þú vekur athygli á þessu.

Jens Guð, 4.10.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sammála þessu, Guðrún Þóra. Margt smátt telur þegar upp er staðið.

Þegar hafður er í huga allur sá fjöldi opinberra funda, þar sem mætti eins þamba okkar ágæta kranavatn, er upphæðin ekki lengur sérlega smá.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband