Ekkert óeðlilegt við það.

Það er eðlilegt og mannlegt að fara mörg hliðarspor í "átakinu".

Það eru því miður afar fá "átök" sem hafa skilað varanlegum árangri og þar þarf ég ekki að nefna nein nöfn því til sönnunar.

Gjörbylting á lífstíl fólks er dæmd til að mistakast. Þannig er það nú bara og mun verða svo lengi sem ekki er hægt að tengja okkur við tölvu.

Við erum sem betur fer mannleg með sálarlíf og þar er margt sem ekki er hægt að breyta bara sísvona. 


mbl.is Einar gripinn við nammisjálfsalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera

Sammála þessu. Leiðast þessi matarátök þegar verið er að taka á öfugum enda.

Vera, 7.3.2011 kl. 13:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað varðar okkur annars um að Einar megri sig?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2011 kl. 13:42

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Svo er það einn hlutur af þessu. Kemur okkur það við ? Sumir virðast þurfa fjölmiðlaumræðu til að veita sér aðhald.

Ásthildur það eru margir sem virðast nærast á því að fólk fylgist með því og þá er sama hvort um mataræði, megrun eða skórnir sem þeir ganga í sé málið.

Svo er eitt sem mér finnst ámælisvert og það er að lofa fólki einhverjum árangri. Allur árangur er undir fólkinu komið ekki neinum öðrum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.3.2011 kl. 13:50

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki bara allt í lagi að vera smá "pattaralegur"

Jón Snæbjörnsson, 7.3.2011 kl. 15:14

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Jú það er allt í lagi að vera "Pattaralegur" en mikil ofþyngd er óæskileg og nánast hættuleg heilsu okkar og sálarlífi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.3.2011 kl. 15:39

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Guðrún !

    Ég held að ég sé beintengdur við tölvu , en samt   , , , ,   :-( 

Hörður B Hjartarson, 7.3.2011 kl. 18:07

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Guðrún Þóra og þið hin. Það fór rosalega illa í mig fréttir um sykurmagn í matvöru sem framleidd er á Íslandi. Þessum mat, í þeirri röngu trú okkar að hann sé hollur, höldum við svo að krökkunum en bönnum allt nammi. Hvaða eftirlit er að klikka hér. Hversvegna er ekki farið í mótmæli oþh við þessum svikum sem ég vil kalla. Hver leyfir ósannar, blekkjandi auglýsingar. Svo er þjóðin orðin spikfeit og of löt til að hreyfa sig, með skemmdar tennur og sálarlífið stórskemmt líka eflaust. Í Ameríku myndu menn fara í mál út af þessu  Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.3.2011 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband