Færsluflokkur: Dægurmál

Þetta hlýtur að vera ég.

Ég skil enganveginn þessa frétt. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mig.


mbl.is Greiddu 114 þúsund krónur að meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook

Það er sagt að íslendingar noti hvað mest Facebook í öllum  heiminu. Ég trúi því alveg, enda eru íslendingar duglegir við flest það sem ekki þykir "hollt" í víðum skilningi.

Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Facebook er að fólk les oftast bara það fyrsta en fylgist ekkert með athugasemdum sem koma í umræðunum á eftir, heldur bara áfram og segir það sama aftur og aftur og spyr sömu spurninganna aftur og aftur.

Þetta er í mínum huga hinn einkennandi "ÍSLENDINGUR" sem veður áfram hvar og hvenær sem er.


Þetta er annar heimur.

Ég verð meira og meira vör við að minn heimur er allur annar en nýríka fólksins.

Ég hef unnið mest alla mína ævi á Íslandi, stundum þrjár og fjórar vinnur á sama tímabili. Það eru fjórar helgar í máuði og kvöld og nætur. Borgað mína skatta og skyldur, sótt mér nám erlendis. Ekki fengið há námslán hjá lánasjóðnum fyrir því.

Þessar myndir eru í mínum huga eins og amerísk bíómynd.

Vona svo innilega að þetta fólk sé hamingjusamt og heilbrigt.

Ég er orðin sjúklingur og hef ekki ráð á einkasjúkrahúsi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta geta ekki verið góðar fréttir.

Þjóðarbúið hefur ekki fjármuni til að sjá um eldri borgara. Heilbrigðiskerfið í molum.

Þetta hlýtur að vera slæmt fyrir Ísland.


mbl.is Lífslíkur með þeim hæstu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki hægt að setja öryggismyndavélar í Heiðmörk.

Væri ekki hægt að stja öryggismyndavélar í Heiðmörk.

Það gæti aukið tekjurnar í bæjarsjóðinn hjá Garðabæ. Veitir nokkuð af því eru það ekki mest látekjufólk í Garðabænum.


mbl.is Ótrúlegasta rusli hent í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins !

Mikið er nú gott að fá vitræna umræðu um þetta mjög svo útbreidda "óþol". Það er hálf þjóðin með einhver óþol og trúa því að þeir læknist við breytt mataræði.

Ef einstaklingar borða skynsamlega og fylgja ráðum Lýðheilsustöðvar, væri margt meinið horfið og flestum liði betur.

Allt þetta "tískumataræði" skilar engu í lengdina.


mbl.is Sykurneysla tengist ekki kandída
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unicef í Eymundsson.

 

photo_1269849.png

 

 

 

Ég fór og fékk mér kaffi í Eymundsson á Skólavörðustíg. Afgreiðslumaðurinn spurði mig hvort ég vildi styrkja UNICEF.

Hann spurði hvern einasta sem hann afgreiddi. Er þetta allt í lagi ? Getur maður ekki farið og fengið sér kaffibolla án þess að verið sé að betla af manni. Ég lét þetta alla veganna fara í taugarnar á mér.

 


Frábært hjá Kjartani.

Mikið finnst mér þetta góð tillaga hjá Kjartani. Auðvitað á að nýta Víðines sem er á fallegum

Hættum nú öllum þessum nefndum og ráðum og förum að vinna eitthvað af viti. Það er löngu komin tími á það.

stað og innan seilingar. Er ekki hægt að fá strætó til að keyra þangað ?

 


mbl.is Víðines fyrir heimilislausa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Embætti Jesús Krists.

img_2044_1269467.jpgVissuð þið að Embætti Jesús Krists er komið í Nóatúnið í Reykjavík.

 


Ég fór í Krónuna.

653824_1269416.jpgÉg fór í Krónuna, eins og ég geri oft. Mig vantaði meðal annars Hveitikím, ég fór í kælinn eins og ég er vön en fann ekki Hveitikím. Fann starfsmann, hann yppti öxlum og vissi ekkert, fann annan starfsmann, sem varð eitt stórt spurningamerki og vissi ekkert. Áfram hélt ég leit að starfsmönnum í þeirri von að einhver gæti aðstoðað mig. Ég var búin að finna sjö starfsmenn víðs vegar um búðina, þar á meðal tvo vaktstjóra.

Engin talaði "íslensku" og ég kunni ekki enska orðið yfir Hveitikím.

Engin vissi hvar ég gat fundið vöruna.

Í allri tækni nútíma þjófélags hlýtur að vera hægt að gera hlutina þannig að þú getir flett upp í tölvu eða skjá og séð hvar í búðinni viðkomandi vara er.

Það er varla hægt að ætlast til að viðskiptavinirnir hlaupi um allan búð að leita og spyrjast fyrir.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband