Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
Já sæll, þetta segir "bara sannur" íslendingur. Græða, græða.
9.9.2013 | 12:28
!5 % aukning á ári hverju, halló, er ekki allt í lagi.
Íslendingar eru alls ekki í stakk búnir til að taka á móti öllum þessum ferðamönnum.
Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að fá svona mikið af ferðamönnum.
Við þurfum að bæta ferðamannaaðstöður mjög víða.
Salernisaðstaða er mjög víða til skammar.
Þjónustulundin er alls ekki alltaf til fyrirmyndar.
Ég borðaði á Ísafirði nánar tiltekið í Edinborgarhúsinu. Þegar ég fór á salernið vantaði þar pappír, það vantaði á þrjú selerni. Ég fór inn á þjónustumiðstöðina. Þar var afgreiðslumaðurinn, sem rúllaði sér á stólnum. Ég lét hann vita að það vantaði salernispappír. Svarið var: "það er ekki mitt verk".
Það er ekki víða sem hægt er að fá góðan mat eða gott kaffi um landið.Ég fór heilan hring síðastliðið sumar og þvert yfir landið núna í sumar. Það þarf að gera mikið betur.
Þetta hljómar eins og 2007 kjaftæði, græða, græða.
Stórtíðindi fyrir efnahagslífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)