Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Greiðsludreifing vegna lyfja !!! Er það "gasklefinn" næst ?
26.4.2013 | 18:16
Hvernig er hægt að leggja svo mikið á þjóðfélagsþegna að það þurfi lán til lyfjakaupa.
Þetta er alveg ótrúlegt í ríki sem telur sig geta hjálpað öðrum þjóðum og jafnvel tekið lán til að aðstoða önnur ríki, á sama tíma þurfa íslendingar að taka lán til að greiða lyfin sín. Það er eitthvað ekki alveg í lagi.
Það er næstum því alveg komið að "gasklefunum".
Lyfjakaupendur geta dreift kostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir sterkust fá að lifa, við hin erum ekki velkomin.
26.4.2013 | 16:30
Það er mikið sjokk að veikjast af illvægum sjúkdómi sem dregur mann "frekar" hratt og örugglega til dauða.
Insúlínháð sykursýki er mjög alvarlegur sjúkdómur, sem engin veit með vissu af hverju kemur né hvers vegna hann kemur.
Það er ekki nóg að fá linsulin því þarf að koma lyfinu inn í líkamann og það er gert með sprautum.Það kostar peninga.
Þeir sem eru insúlínháðir þurfa að mæla blóðsykur oft á dag. Það kostar peninga.
Sykursjúkir þurfa að fara í reglulegt eftirlit hjá mörgum sérfræðingum á ári hverju. Það kostar peninga.
Illa meðhöndlaður sjúkdómur kostar þjóðfélagið mikla peninga og eru mjög alvarlegir.
Hver innlögn á sjúkrahús kostar þjóðfélagið mikla peninga.
Sykursjúkir sitja í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)