Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Hver hendir rusli í hverfið okkar ?

skrald.jpg  Já, svona gætum við spurt.

 Ætli við hendum því ekki mest sjálf og svo kemur "kári"  trúlega til hjálpar og blæs því á ákveðna staði, svo af verða haugar af sælgætisumbúðum, djúsumbúðum og ýmsu öðru.

Vesturbæingar eru stoltir af sínu hverfi og auðvitað eigum við að hjálpast að við að halda því snyrtilegu.

 Út með pokana Vesturbæingar og hreinsið í kring um ykkur.


mbl.is Tíndu upp kaffimál og flugeldarusl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg með ólíkindum.

Það væri mjög til bóta að hafa  ákveðin "LÖG" um fjölda nemenda í bekk auk þess það ætti einnig að vera ákveðin fjöldi barna "með sérþarfir" í hverjum bekk.

Álagið á kennara í mörgum skólum er afar mikið og þá má spyrja, eru ALLIR nemendur að fá þá kennslu sem þeir eiga rétt á.

Það er stór hópur barna sem fær litla hjálp inn í stórum og erfiðum bekkjum. Við getum ekki haldið áfram að horfa fram hjá því.

Foreldrar barna sem vilja fá frið og læra ljóta að hafa athugasemdir við það fyrirkomulag sem er.


mbl.is Enginn hámarksfjöldi barna í bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband