Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Hvar er umboðsmaður barna ?
29.4.2010 | 11:00
Hvar er umboðsmaður barna núna þegar börn eru borin út af því að foreldrarnir hafa misst húsnæði sitt, ekki getur það verið börnunum að kenna.
Hvar er umboðsmaður barna þegar foreldrarnir eiga ekki fyrir mat handa börnunum ?
Ekki hafa börnin valið þessa foreldra.
Væri kannski ráð að leggja niður umboðsmann barna og nota þá peninga til að hjálpa öllum þeim börnun sem að lifa við fátækramörk á Íslandi.
Hvert er hlutverk umboðsmanns barna ef það er ekki að hjálpa börnum sem eiga hvorki í sig né á og ekki þak yfir höfuðið ?
Skinka
28.4.2010 | 13:41
Skinka er innanlærisvöðvi af svíni sem getur verið ný, söltuð eða réttreykt
Stundum er bógur hreinsaður og seldur á sama hátt og skinka.
Síðan hafa margir farið frekar frjálslega með orðið Skinka,
ég hef séð kjúklingaskinku, lambaskinku,
Sparnaðarskinku og skólaskinku. Ekkert af þessu hefur neytt með svínavöðva að gera því svínavöðvi kostar peninga og kemur ekki inn á heimili okkar ef við erum að spara, því hann er spari.
Skinka er hreinn vöðvi og er alls ekki skinka þegar búið er að tæta hann og pressa með öllum þeim hjálparefnum sem þar þarf til.
Síðan hef ég heyrt um "skinkur" kvenkyns, sem einhver sagði mér að væri svona eins og ljóska. Í mínum huga hlýtur kvenkynsskinka að vera eitthvað fínt og flott því að það er svínavöðvinn.
Gifting-skilnaður-fráskilin.
28.4.2010 | 13:24
Alltaf gaman af þessum fréttum.
Það er eins og það sé mikið mál að sækja um skilnað. Eftir öllum þeim fréttum sem við lesum úr Hollywood, gerist þetta á hverjum degi.
Á Íslandi hefur það ekki alltaf þótt fínt að skilja og að vera fráskilin, en í leikaraheiminum virðist þetta vera afar fínt, miðað við allar þær giftingar og skilnaði sem birtast hér á síðum blaðanna.
Það þykir ekki gott að skilja á Íslandi og enn verra að vera fráskilin og misskilin og þar af leiðandi fátækur.
Sandra sækir um skilnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leifar af 2oo7
27.4.2010 | 13:07
Skondnar vinnuaðferðir. Framkvæmdarstjórinn hlýtur að vera undir stjórn stjórnarinnar.
Svona var unnið á Íslandi fyrir kreppu, greinilega ekki hægt að breyta því hvorki fólki né vinnuskipulagi.
Trúlega væri farsælla fyrir Blaðamannafélagið ef að góður andi væri í félaginu.
Neita að skrifa undir ársreikninga BÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Súkkulaðiáhugi.
27.4.2010 | 11:15
Gaman af þessum súkkulaðirannsóknum. Virðist vera spennandi að rannsaka súkkulaði nú á.þessum "krepputímum".
Ætli þessi "áhugi" sé vegna offramboðs af fólki í rannsóknarstörfum eða vegna allra þeirra sem eru að ljúka námi sem oftar en ekki líkur með rannsóknarvinnu.
Trúlega kemur súkkulaði aldrei til greina sem hjartalyf, grenningarlyf né vörn gegn þunglyndi.
Súkkulaði verður vonandi um ókomna framtíð notað til að gleðja neytandann.
Tengsl á milli neyslu súkkulaðis og þunglyndis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kostnaðurinn komin inn á heimilinn í staðinn.
16.4.2010 | 14:39
Sjúklingarnir eru látnir liggja heima fárveikir og aðstandendur eru oft á tíðum í miklum vandræðum.
Það er engin sem að leikur sér að því að vera veikur, það er eitthvað sem sjaldan er hægt að ráða við.
Ég þekki fólk sem hefur verið með mjög veika einstaklinga heima og þurft að vera frá vinnu vegna þess. Það getur varla verið mikill sparnaður.
Er þetta ekki sparnaður sem er færður frá Háskuldasjúkrahúsinu eitthvað annað.
LHS innan fjárlaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott hjá ykkur Bolvíkingar.
11.4.2010 | 20:38
Auðvitað er það rétt hjá Bolvíkingum að flugvöllurinn á að vera í Vatnsmýrinni.
Bolvíkingar þurfa að sækja þjónustu til Reykjavíkur og við eigum að sjálfsögðu að hafa flugvöllinn í Reykjavík. Þó vil ég segja að flugvöllurinn er ekki lengur í miðbænum eins og hann var áður en að Reykjavík teygði sig yfir svona langt svæði.
Vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"það verður lítið unnið".
11.4.2010 | 17:07
Það má búast við að lítið verði unnið á morgun Mánudag þegar "skýrslan" kemur. Öll spennan sem verið skapast í þjófélaginu. Spennan hefur aukist við hverja frestun.
Það vita fáir á hverju er von, fólk gerir sér væntingar og fólk býst við einhverju.
Ég hef trú á alveg sama hvað skýrslan inniheldur þá verður mikil ólga og lítið unni af vit.
Kynni sér skýrsluna utan vinnutíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Besti Flokkurinn.
11.4.2010 | 14:01
Mér líst best á Besta flokkinn. Jón Gnarr hefur lofað að setja sína vini í stjórnir ríkisfyrirtækja og hann á marga góða og skemmtilega vini sem að sást á viðtalinu við Sigurjón Kjartansson.
Nú þarf ekkert að velta sér lengur fyrir því hvað á að kjósa, næsta mál er að verða vinur Jóns Gnarr.
Heitar umræður oddvitanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það væri gott ef gosið yrði í einhverja mánuði.
10.4.2010 | 13:23
Ég tel það gott fyrir þjóðina ef að gosið myndi halda áfram enn um sinn og jafnvel í nokkra mánuði.
Gosið getur fært landinu mikið af ferðamönnum sem skiluðu gjaldeyri til landsins, einnig gæti það leitt til fleiri starfa á ferðamálasviðinu.
Gosið fer hægt minnkandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |