Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

1281 fjölskylda.

Hvað hafa þessar fjölskyldur að gera við peninga sem þeir geta ekki notað á allri sinni lífsleið.

Ekki neitt. Ef þessir peningar eru komnir eftir "matadorleik" sem viðhafður var í boði Sjálfstæðismanna, á að sjálfsögðu að skattleggja þessa peninga.Spurning hvort eitthvað af þessum gróða sé ekki "illa fengið fé".Ragnar Önundarson kom með tillögu fyrir hrun að skattleggja þessa nýríku. Hvernig stendur á því að það er ekki hlustað á skynsamlegt fólk eins og Ragnar Önundarson ?

Það væri gaman að sjá lista yfir þessar fjölskyldur. 


mbl.is Þær ríkustu skera sig úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfðaskrár og arfur til ættingja er víða óheiðarlegur.

Ekki veit ég hvernig hægt er að breyta lögum og túlkun laga í erfðamálum. Samt veit ég að það er alveg ótrúlegt hvað ættingjar og vinir geta stolið og komið undan lögum þessa lands.

Það er sagt að þegar dánarbú eru komin í skiptarétt verði tekið tillit til alls. Það er þvílík vitleysa.

Það er hægt að sitja með handfylli af virðulegum lögmönnum á fundi eftir fund og það er hreinlega eins og þeir heyri ekki og svo gera þeir bara það sem þeim dettur í hug. Alveg ótrúlegt að lögin í erfðamálum sé ekki skotheld. 

Eftir situr reitt fólk sem oftar en ekki hefur verið hlunnfarið bak við lögin. 


mbl.is Hæstiréttur ógildir erfðaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt að þetta sé hægt.

Undarlegt að hægt sé að fá laun fyrir vinnu sem þú sinnir ekki.

Hver hefur búið til þessar reglur ? ?

 Einnig finnst mér að nefndarstörf sem unnin eru í vinnutíma eigi ekki að greiða fyrir.

Það er óréttlát að tvíborga vinnutíma og að sjálfsögðu á að stoppa þvílíkt siðleysi strax.

 


mbl.is Minni laun fyrir dræmar mætingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband