Hver hefur haldið því fram að fita fiti?

feitur_og_mjor.jpg

Ekki veit ég hver hefur haldið því fram að fita fiti frekar en önnur orkugefandi efni. Þetta er spurning um heildarorku. Ef þú færð þá orku sem líkaminn þarf, heldur þú þinni þyngd. Fáir þú hins vegar  of mikla orku, víkkar þú út í veröldina, þá skiptir engu máli hvort orkan komi úr kolvetni, fitu, próteinum eða alkahóli.Ekki þekki ég hina skýringuna með að fita fiti...það er nú bara rugl.

 


mbl.is Feitur matur fitar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

já þetta er bara eitt stórt rugl,,,,,,, bara eins og önnur trúarbrögð

þar sem allir vita heilmikið um ekki neitt

Sigurður Helgason, 26.12.2009 kl. 03:04

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Einmitt Sigurður vel mælt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.12.2009 kl. 09:20

3 identicon

Það sem einum finnst vera rugl er kannski tær viðskiptasnilld í augum annarra td kornframleiðenda og sykurmafíunnar. Sennilega er þetta úthugsað markaðsbragð sem lifað hefur árum saman.

olii (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já eða bara fáfræði. Margir halda að þeir séu að finna upp hjólið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.12.2009 kl. 15:30

5 Smámynd: Hilmar Sigurpálsson

Kelloggs er tel ég vera dæmi um svona markaðssetningu þar sem fita er nánast eitruð. T.d. Special K, stærir sig af lítilli fitu en svo er hellingur af kolvetni og grannar konur með málband um mittið utan á pakkanum. Mér hefur alltaf fundist þetta svo vitlaust. Sjálfur borða ég íslenskt smjör með 80% fitu.

Hilmar Sigurpálsson, 26.12.2009 kl. 15:48

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er rétt Hillmar, margir hafa trúað á auglýsingar eins og þessar.

Máttur auglýsinga og sögusagna virðist oft meiri en sannleikurinn.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.12.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband