Hveiti hollara en Spelt.

Kastljós sýndi í vikunni rannsókn sem þeir hefðu gert á gæði og verði Hveitis.Fróðleg að sjá að ekki var fylgni á milli gæða og verðs. Trúlega hafa margir átt von á því að "fína" hveitið frá Ameríku sem margir halda að sé svo mikið betra var alls ekki betra.

Nú getum við róleg farið út í búð og keypt ódýrasta Hveitið og árangur og bragð verður eins og við viljum hafa það.

Í framhaldi af hveitinu langar mig að nefna muninn á Spelti og Hveiti. 

Margir trúa því að Spelt sé mun hollara en Hveiti.  Mikil áróður hefur verið á hollustu Spelt og trúlega hefur sá áróður alls ekki verið réttur. Margir vilja trúa því að Spelt sé hollast og fólk hleypur bæinn á enda til að kaupa gæðabrauð úr Spelti.

Mig langar að minna á að verið er að bera saman Hveiti og Spelt ekki Hveiti og Heilhveiti.

Hveiti er unnið úr Heilhveiti og þar af leiðandi er rangt að bera saman Hveiti og Spelt.

Rétt er að bera saman Spelt og Heilhveiti eins og taflan hér að neðan sýnir.

naeringarinnihald_940194.jpg

myndin er óskír en vel lesanleg. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband