Hvað finnst Bjarna Ben. um þetta málþóf ?

Hvað ætli Sjálfstæðismenn hefðu sagt ef þeir hefðu verið í stjórn og stjórnarandstæðan sóað tímanum til einskins.Það hlýtur að vera komin sá tími að við fáum inn á Alþingi skynsamlegt fólk með reynslu af lífinu og kann að vinna.

Það þyrfti að vera krafa að þeir sem bjóði sig fram til Alþingis hafi reynslu af vinnu,annarri en að stjana í kring um flokksbræður sína, eins bakgrunnur allmargra þingmanna er í dag. 

Það væri einnig hægt að nota Bónus-kerfið. Laun eftir vinnuframlagi. 

 


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Öllu fróðlegri spurning er hvað Steingrími J. Sigfússyni þykir um þetta, ræðukróngur Alþingis í áraraðir þegar hann var í stjórnarandstöðu. Þá var honum tíðrætt um réttindi stjórnarandstöðunnar til þess að tala út í eitt ef hún taldi þörf á því. T.d. í fjölmiðlamálinu. Nú er öldin önnur enda hann kominn hinu megin við borðið. Nú efast hann um að Alþingi geti sinnt hlutverki sínu og segir stjórnarandstöðunni að hætta að þvælast fyrir réttkjörnum valdhöfum. Var hann s.s. að þvælast fyrir réttkjörnum valdhöfum t.a.m. í fjölmiðlamálinu? Það hlýtur að vera samkvæmt hans kokkabókum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.12.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Einmitt Hjörtur þeir haga sér allir eins. Það er engin betri eða verri í þessum málum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.12.2009 kl. 21:05

3 identicon

Jú í þessu máli tapar þjóðin öll ef þetta rugl nær í gegn, baráttu kveðjur til bjarna og co í andstöðunni.

Óskar (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Það er einfaldlega mikið meira en nóg komið af innhaldslausu kjaftæði úr ræðustóli alþingis. Þar skiptast málshefjendur á að verða sér og þinginu til skammar. Tala mikið en hafa ekkert að segja. Þingið á að vera vinnustaður fullorðins fólks, með heilbrigða skynsemi, en margir eru farnir að efast um að svo sé. Vandamálin bíða í hrönnum óleyst, meðan málglaðir sóa tíma þings og þjóðar í sandkassaleik fyrir framan alþjóð. það er búið að ræða Icesave síðan í vor. Við setjum ekki  blokk stórþjóðanna afarkosti. það er ekki lengur tekið mark á okkur, og svo sem ekkert undarlegt. þurfum að loka þessu máli. Við áttum fá kosti þar og engan góðan. Fjárlög, lög um tekjuöflun og útgjöld bíða bara, meðan fólk kjaftar frá sér allt vit, og endurtekur sjálft sig. Fjárhagur heimilanna versnar með hverri mínútu sem líður, en það er bara blaðrað í síbylju um ICESAVE! Það örlar ekki á ábyrgum vinnubrögðum í málefnum yfirskuldsettra heimila atvinnufyrirtækja, sem segja stöðugt upp fólki!! Hvar er skjaldborgin sem ALLIR flokkar lofuðu að slá um heimili okkar fyrir kosningar. Loksins tók forseti alþingis af skarið, talið eins og þið hafið þrek og löngun til, klárum 2. umræðu, og förum svo að vinna!! Hegðun alþingisfólks er komin út í algjöra verkleysu, og því til vansa. Óþolandi verkleysa óábyrgra!!!

Stefán Lárus Pálsson, 2.12.2009 kl. 22:10

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já svona lítur þetta út fyrir landanum nákvæmlega eins og þið lýsið það þarf breytingu þetta kerfi virkar ekki. Samt sem áður þá megum við ekki samþykkja Icesave eins og það er langt farm það er fjárhagslegt sjálfsmorð og ekkert annað.

Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband