Við erum reið...reið og aftur reið.
13.9.2009 | 21:30
Það er betra að vera reiður og öskra en að lemja og drepa sagði viðmælandi Silfur Egils í dag.Auðvitað er gott að við erum ekki að lemja og drepa.
Það er samt verið að drepa margt, það er verið að drepa gleði okkar, það er verið að drepa áhuga okkar á því að borga skuldirnar okkar það er jafnvel verið að morka úr fólki líftóruna og dæmi eru um að fólk hafi svipt sig lífi af vonleysi og uppgjöf.
Ætli það sé möguleiki á því að vera bara reiður, meira reiður og það verði svo ekkert meira ?
Trúlega er það bjartsýni að vona að það geti gegnið.
Það er mikil reiði í þeim sem kasta málningu á hús og eigur útrásarvíkinganna, það er líka reiði í þeim sem kastaði konfekti í einn útrásarvíkinginn í leikhúsinu og hann þurfti að yfirgefa salinn.
Mjög svo skiljanlegt, því við njótum ekki með þetta lið undir sama þaki, eða gerum við það ?
Það eru margir að fara í gegn um reiði, sorg, missi og örvæntingu um framtíðina.
Hvenær á að reyna að hjálpa okkur áður en við erum farin héðan ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl! Okkur verður ekki hjálpað þannig að allir uni glaðir við sitt. Til þess er kreppan of djúp. Ríkisvaldið kannski vill ýmislegt, en getur minna. Ný staða er komin upp. Kynslóðin sem skuldsetti sig í aðdraganda kreppunnar mun aldrei eignast neitt. Hún er dottin út í hefðbundinni eignamyndun. Vonandi fá þó allir að halda híbýlum sínum til afnota. Eignamyndunin er fyrir bí. Því miður.
Björn Birgisson, 13.9.2009 kl. 21:53
Heyr, heyr og við verðum að sameinast og láta í okkur heyra....næstu 8 vikurnar verða mjög mikilvægar fyrir heimilin í landinu ef við ætlum að fá réttlæti inn í myndina.
Haraldur Haraldsson, 13.9.2009 kl. 22:12
Heil og sæl; Guðrún Þóra - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Það er alrangt; hjá Birni Birgissyni, að við ættum að gefa ferþumlung eftir, í baráttu okkar, við valda stéttina.
Ríkisvald Björns; hefir einungis skarað elda, að sér og sínum, og þess skulum við hefna grimmilega, með öllum tiltækum ráðum - þá; þrótti byltingar sinna, hefir vaxið sá ásmegin, hvern, til þarf, að svæla út hyski græðgi og sérgæzku, gott fólk.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 23:35
Óskar Helgi, þetta innskot þitt var bara hlægilegt! Áttu annan betri?
Björn Birgisson, 13.9.2009 kl. 23:40
Komið þið sæl, á ný !
Björn Birgisson !
Ég hyggst ekki; elta ólar við þig, teljir þú, að um einhver gamanmál sé að ræða hér, í þessarri ágætu grein Guðrúnar Þóru, minnar fornu spjall vinkonu.
En; alls ekki, vil ég lasta skopskyn þitt, almennt, þess utan.
Svo; ekkert fari á milli mála, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.