Ég fór í Krónuna.

653824_1269416.jpgÉg fór í Krónuna, eins og ég geri oft. Mig vantaði meðal annars Hveitikím, ég fór í kælinn eins og ég er vön en fann ekki Hveitikím. Fann starfsmann, hann yppti öxlum og vissi ekkert, fann annan starfsmann, sem varð eitt stórt spurningamerki og vissi ekkert. Áfram hélt ég leit að starfsmönnum í þeirri von að einhver gæti aðstoðað mig. Ég var búin að finna sjö starfsmenn víðs vegar um búðina, þar á meðal tvo vaktstjóra.

Engin talaði "íslensku" og ég kunni ekki enska orðið yfir Hveitikím.

Engin vissi hvar ég gat fundið vöruna.

Í allri tækni nútíma þjófélags hlýtur að vera hægt að gera hlutina þannig að þú getir flett upp í tölvu eða skjá og séð hvar í búðinni viðkomandi vara er.

Það er varla hægt að ætlast til að viðskiptavinirnir hlaupi um allan búð að leita og spyrjast fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er  engin afgreiðslumaður lengur í verslunum sem veit eitthvað um vörurnar.

 Sölumenn setja í hillur og svo eru útlendingar á kassa.

 Vöruverð hækkar áður en launahækkanir eru komnar á laun- en margir erlendir starfsmenn her eru ekki skráðir og fá laun undir taxta.

 VERSLANIR VILJA EKKI ÍSLENDINGA Í VINNU- ÍSLENDIGAR FÁ LAUN SEM ERU UNDIR ATVINNULEISISBÓTUM- SVO BORGUM VIÐ HÆKKANIR  VEGNA VINNULAUNA  ?????

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.9.2015 kl. 20:26

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ekki finnst mér það vera Krónunni til framdráttar, en ég er ánægð með þá sem vinna þar og eru trúlega öryrkjar. Það finnst mér gott og ég vona að þeir hinir sömu fái mannsæmandi laun.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.9.2015 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband