Aðaltuskan
17.10.2014 | 14:24
Ég hef prjónað mikið um ævina, reyndar notað prjónana sem róandi "meðal". Trúlega hef ég prjónað mörg þúsund tuskur. Ég lærði að prjóna borðtuskur eða bekkjaaríur eins og norðlendingar kalla þær í Árósum 1978.
Ég er sátt með mínar tuskur og margar vinkonur mínar hafa tekið upp þennan góða sið.
Mig langar að segja ykkur smá sögu af tuskunum mínum. Dóttir vinkonu minnar lenti í alvarlegu bílslysi og var á gjörgæslu. Dag einn fer ég til hennar og tek að sjálfsögðu prjónana með(þeir eru reyndar alltaf í töskunni). Hjúkrunarkonan kemur þarna aðvífandi og spyr, ert þú líka að prjóna tuskur ? Þá svarar vinkona mín, Hún er aðaltuskan.
Prjónarar deildu hart um borðtuskur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.