Væri hægt að láta atvinnulausa vinna "góðverk "?
9.12.2013 | 20:43
Það er slæmt að vera atvinnulaus, dagarnir verða langir og vonleysið mikið. Eirðarleysi, þunglyndi, depurð og fleira fylgir oft í kjölfarið.
Margir eru að sækja um auglýstar stöður, án þess að fá svo mikið sem svar við umsókn sinni. Ömurlegt.
Eins og segir í þessari grein er hræðsla við að fólk sé að vinna svart samhliða því að vera á bótum.
Það vinna margir svart, það er öllum ljóst. Auðvitað þarf þjóðin að vinna saman til að stoppa það sem hægt er.
Mér hefur dottið í hug hvort ekki væri hægt að setja atvinnulausa í vinnu við að gera góðverk. Gætu til dæmis farið á Dvalarheimili, barnaheimili, sambýli, heimsótt fólk, lesið fyrir það. Farið inn í ýmiss samfélagsverkefni.
Þjóðin er að greiða launin og er þá er það eðlilegt að fólk skili einhverju til baka til þjóðarinnar.
Atvinnulausir hefðu þá "einhverjar skyldur", eitthvað markmið og gæti ekki starfað við svarta vinnu á meðan.
Klippa heima á atvinnuleysisbótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Atvinnuleysisbætur eru greiddar með hluta tryggingagjalds sem atvinnurekendur innheimta af heildarlaunum launamanna sinna en ekki þjóðinni. Þetta eru bætur úr sjóði sem er fjármagnaður af launamönnum. Væru þetta laun þá fylgdu því ýmis launatengd gjöld, tryggingar og réttindi. Tryggingar og réttindi sem mundu auka kostnaðinn við rekstur kerfisins.
Þó atvinnuleysi sé böl þá er rangt að hugsa sér atvinnuleysingja sem ódýrt vinnuafl án allra réttinda sem hægt er að nota í störf sem við tímum ekki að borga almennum launamönnum að vinna. Vanti fólk í störf á á Dvalarheimili, barnaheimili, sambýli, að heimsækja fólk, lesa fyrir það, fara inn í ýmis samfélagsverkefni þá ber að greiða það eftir launatöxtum með fullum réttindum.
Ufsi (IP-tala skráð) 9.12.2013 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.