Þetta segir allt sem segja þarf.
26.5.2010 | 07:26
Borgarbúar eru orðnir langþreyttir á þeim sem að sitja í Borgarstjórn. Það sýna þeir með því að setja X við Besta flokkinn.
Ekki veit ég hvort þeir sem eru á lista Besta flokksins séu nokkuð verri né betri en þeir sem skipa aðra lista, það mun koma í ljós síðar.
Hvaða reynslu hafa menn í Borgarstjórn, margir hafa ekkert annað gert en að vera í stjórnmálum og það alla sína ævi.
Þeir sem ákveða að fara í stjórnmál á fermingardeginum sínum, ákveðin í að komast til valda sama hvað á dynur eru að mínu mati fólk án reynslu.
Það ætti að setja reglur um að fólk sem býður sig fram til stjórnmála hafi reynslu af atvinnulífinu, hafi reynslu að vinna úti á hinum almenna vinnumarkaði.
Framboð Besta Flokksins segir okkur að fólk vilji breytingar, vilji annað fólk til starfa en það sem setið hefur við völd undanfarin ár.
Við viljum heiðarlegt fólk sem vinnur fyrir fólkið en ekki eingöngu fyrir sig og sína "vini".
Mikið forskot Besta flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nóg af heiðarlegu fólki í borgarstjórn og yfir höfuð vilja menn vilja vel fyrir borgina sína. Því miður heyrum við mest af því sem illa fer en ekki því sem vel er gert og það hefur verið gert nóg af góðum hlutum á undanförnum árum.
TómasHa, 26.5.2010 kl. 09:36
Það leynir sér ekki , Tómas , að þú ert múlbundinn á klafa FL-flokksins , já og verði þér að góðu , og þar fyrir utan hagar þú þér eins og sannur stjórnmálamaður , sérð þetta góða (sem ég veit að vísu ekki hvað er , enda vel falið) , en ekkert sukkið , eða þá fíflalætin , sem ei hefur riðið við einteyming , í ráðhúsinu undangengin ár eða framapotarakaffisamsætið ?
Eitt er jafn klárt og sólin kemur upp í austri ; fjórflokkurinn þarf að fá RÁÐNINGU , en við Guðrún , né annað fólk þurfum ekki að fá ÓRÁÐ frá þér né þíns FL-flokks , reyndu fyrst , að ljúga að sjálfum þér , takist það , þá þarft þú að gera eitthvað afar róttækt í þínum málum .
Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 12:03
Ég var ekkert sérstaklega að tala um Sjálfstæðisflokkinn í þessari færslu.
Ég ætla ekki að segja að hér hafi allt verið fine and dandy, ég bendi bara á að það er fullt af heiðarlegu fólki og góðri vinnu sem hefur verið unnin í borginni. Því miður hefur áhersla í fjölmiðlum meira verið á það sem miður hefur farið.
Á sama tíma og menn eru að verja 10 milljörðum í atvinnuuppbyggingu á landsvísu hefur borgin varið 26 milljörðum. Þrátt fyrir erfiða stöðu hefur borgin náð endum saman og það er ekki þörf á að hækka skatta.
Menn hefðu mjög auðveldlega haldið aftur af sér og gert bara eitthvað skemmtilegt en menn réðust í erfitt verkefni sem skilaði sér í góðum árangri hjá borginni.
TómasHa, 26.5.2010 kl. 12:36
Bíddu nú við - ert þú kannske að tala um Korpúlfsstaðagolfvöllinn , eða gleymdir þú honum , nei það getur ekki verið .
Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 13:09
Hvað er ekki heiðarlegt við þann samning? Þetta er hluti af fjölda samninga sem voru gerðir við íþróttafélög í borginni á tímum Steinunnar Valdísar. Þetta var því ekki nýr samningur heldur þvert á móti verið að lækka og breyta samningum til að mæta aðstæðum.
Ætli það sé stefna Besta flokksins að brjóta samninga eða eru þeir kannski yfir höfuð á móti íþróttum því það er ekki menning?
TómasHa, 26.5.2010 kl. 14:25
Æ mikið er gott að einhver getur varið svona fíflaskap , því það þarf jú mannvitsbrekkur til þeirra hluta og löngum hefur það verið þjóðaríþrótt sannra og reynslumikilla pólitíkusa að kenna öðrum um , því þetta var náttúrulega eitthvað sem með öllu óhreifanlegt - ekki satt ?
Og þar fyrir utan skiftir það , í það minnsta ekki mig , máli hvort 200millurnar hafi komið frá styrkjadrottningunni eða FL-flokknum , jafnmikill er ósóminn hvort heldur er , og það er ekki skrítið að sveitarfélögin fari á gnípinn , hvert af öðru , með mannvitsbrekkur , sem þessar við völd - því miður .
Tómas eitt það dírmætasta við uppeldi barna hér , sérstaklega , í borginni er að standa vörð um íþróttirnar , en bíddu - er kannske engin ástæða til niðurskurðar þar sem annars staðar í þjóðfélaginu , eða er engin kreppa ?
Hvað er svona aðkallandi , sem þarfnast lagfæringar , á Korpúlfsstaðavellinum , getur þú sagt mér það ?
Þar fyrir utan , þá eru það síst börn sem stunda golfið , þó ég sé langt því frá mannvitsbrekka , þá veit ég það .
Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 14:43
Ég var nú bara að benda á að þessir samningar voru gerðir, en reynt var á góðæristímum að standa vel við bakið á íþróttum og æskulýðsstarfi í borginni. Þegar kreppti að var farið til þessara aðila og samningarnir lækkaðir og framkvæmdartími lengdur. Það var því verið að spara.
Á þessum sama fundi voru ekki bara samþykktir nýir og lægri samningar, heldur voru fjölmörg íþróttafélög sem höfðu samþykkt að draga úr framkvæmdum í ljósi aðstæðna.
Þó er uppbyggingu haldið áfram.
TómasHa, 26.5.2010 kl. 14:56
En ert þú VIRKILEGA ánægður með fíflaskapinn er tröllriðið hefur , hvort heldur er í ráðhúsinu eða Þjóðarleikhúsinu , nú undangengin ár ?
Hvað með þetta fólk sem hefur fengið ofurstyrki , og situr sem fastast , ber þeirra flokkur ekki ábyrgð að viðkomandi aðila sé ekki ítt út ?
Hvað með allt hráefni Spaugstofunnar í kring um Villa Vil Hönnu Birnu eða súkkulaðibarnið sem var í "vinnu" hjá okkur í borginni , samhliða því að vera í skóla í Edinborg - Ólaf Magn - hvernig hefur Dagur B mætt á fundi , eða er það ekki hluti af hanns vinnu ?
Kannske þú sjáir enga ástæðu til að veita svona ? ráðningu , en við Guðrún sjáum hana , þó svo við setjum ekki upp gleraugun , já jafnvel með augun lokuð .
Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 15:09
Hver er ánægður með það?
Ég stend hins vegar við það sem ég sagði að það er fullt af heiðarlegu fólki sem er að starfa innan borgarstjórnar. Fólk sem vill vinna vel. Því miður er fókusinn oftar en ekki á það sem illa er gert en ekki það sem vel er gert.
TómasHa, 26.5.2010 kl. 15:34
Vel má það vera Tómas , að okkur manninum gangi betur að sjá það sem miður fer , en hiit er þó staðreynd , að mér þykir alveg sérstaklega erfitt að taka eftir því sem vel hefur verið gert í borgarstjórn , síðustu árin og þar af leiðir , að ég vil fá breitingar innann veggja ráðhússins (Camp David) og um leið reina að kenna þessu dóti LEXÍU .
Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.