Ætli þeir geti lokað á sjúkdóma.

Það er alltaf erfitt þegar það þarf að spara.  Þó er hægt að spara víða án þess að það skapi mikil óþægindi.

"Kreppan" hefur haft þær afleiðingar að fleiri hafa fundið fyrir geðsænum sjúkdómum.

Depurð eykst hjá fólki þegar það á ekki fyrir því nauðsynlegasta eins og  mat, svo ég tali nú ekki um fólkið sem ekki hefur þak yfir höfuðið.

Ætli þeim takist að spara sjúklinga, það væri það eina sem gæti leist lokun bráðadeildar geðsviðs. Landsspítalans.


mbl.is Geðdeild lokað í sparnaðarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega væri best ef hægt væri að spara sjúklinga og það er hægt að vissu marki. Það er með forvörn, en hún kostar peninga. Þar sem nú á að skera niður í heilbrigðisþjónustunni, mun meira en hægt er án þess að skerða hana, er hætt við að í stað þess að spara sjúklinga, munum við fjölga þeim.

Það er ótrúlegt að forgangsröðunin skuli vera svona brengluð. Aldraðir, öryrkjar og sjúklingar ættu að vera algerlega undanþegnir því að taka á sig skerðingu vegna þess ástands sem hér ríkir. Ekki bara vegna þess að þessir aðilar hafa ekkert að láta, heldur og ekki síst vegna þess að þessir hópar eiga að njóta algers forgangs í þjóðfélaginu.

Þess í stað er eitt stórfé í aðildarviðræður við ESB, þótt meirihluti landsmanna sé á móti slíku. Ég ætla ekki að tjá mig um umsóknina sem slíka, en það er erfitt að rökstyðja það að hún sé þýðingarmeiri en aldraðir, öryrkjar og sjúklingar.

Gunnar Heiðarsson, 18.5.2010 kl. 23:33

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er satt hjá þér Gunnar. Þessir hópar eiga að fá að lifa þokkalegu lífi. Þannig er það því miður ekki í dag.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.5.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Kannske væri ráð að opna nýja deild nið´r á Austurvelli .

Hörður B Hjartarson, 18.5.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband