Besti flokkurinn er bestur.

Besti flokkurinn fær okkur til að hlæja. Ekki veitir okkur af.

Hvort loforðin standi er aukaatriði. Það eru fá loforð sem hafa staðið hjá hinum flokkunum, hvort sem er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú það er alveg rétt hjá þér, Bezti flokkurinn fær okkur til að hlæja en samt sem áður sé ég ekki að það eigi að kjósa hann.

Jóhann Elíasson, 17.5.2010 kl. 16:22

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

      Sæl Guðrún !         Hverju orði sannara , og ég bara bíð eftir að þeir hræri upp í þeim sem t.d. fynnst óþarfi að mæta í vinnuna þ.e. Dagur B. , en fynnst þér ekki fyndið hvað talsmenn , þessir "viti" bornu talsmenn , þessarra "viti" bornu framboða  tala og tala um að það sé glórulaust að kjósa Besta flokkinn , eins og t.d. þessi mannvitsbrekka sem hefur sett sína aths. hér á undan ?  

Hörður B Hjartarson, 17.5.2010 kl. 18:00

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er búinn að fá nóg af reyndum stjórnmálamönnum. Ég hef mikið velt því fyrir mér síðustu mánuðina hversu óskaplega okkur gæti liðið vel í þessu landi ef við hefðum aldrei leyft fyrirbærinu "reyndur stjórnmálamaður" að festa rætur í samfélagi okkar.

Árni Gunnarsson, 18.5.2010 kl. 12:53

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Árni !           Ég er búinn að vera pólitískt viðrini í - - - -  ,  ja látum okkur sjá ; jú það eru væntanlega um þrjátíu ár - og ég er stoltur af því .

    Manst þú eftir því þegar varaþingmaðurinn steig í pontu , hún ( þetta var kona) sagðist hafa farið í keikhús í Reykjavík , alltaf talið sig vita að leikhúsin í höfuðstaðnum væru tvö , en nú væri hún búinn að komast að því þau væru þrjú og það þriðja stæði við Austurvöll - manstu um magn auðra atkv.seðla í þeim kosningum ?

    Sjaldan eða aldrei hefðu eins fáir seðlar verið auðir - og allt þetta kjörtímabil (þ.e. á undan kosningunum) sáu Þjóðarleikhússleikararnir um skemmtiatriði , þá þegar þeir  MÆTTU  í vinnuna sína fyrir þjóðina .

    Hvernig er hægt að líta upp til svona fólks ?

Hörður B Hjartarson, 18.5.2010 kl. 13:12

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er víst búinn að gleyma þessu Hjörtur. En auðvitað fjölgar þeim með hverjum degi sem sjá ljósið helst utan við þennan skelfilega söfnuð sem kallar sig stjórnmálamenn en bera hvorki ábyrgð á orðum sínum né athöfnum.

Því auðvitað eru þetta bara ómerkilegir loddarar og margir sendir þarna inn og féstyrktir af sterkum atvinnurekendum og fjármálafyritækjum.

Með fáum undantekningum þó.

Árni Gunnarsson, 18.5.2010 kl. 23:18

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Árni !        Mikið lifandis ósköp væri ég feginn ef ég gæti verið þér ósammála , en það er langur vegur á að svo sé ; - ) .

Hörður B Hjartarson, 18.5.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband