Hvar er umboðsmaður barna ?

Hvar er umboðsmaður barna núna þegar börn eru borin út af því að foreldrarnir hafa misst húsnæði sitt, ekki getur það verið börnunum að kenna.

Hvar er umboðsmaður barna þegar foreldrarnir eiga ekki fyrir mat handa börnunum ?

Ekki hafa börnin valið þessa foreldra.

Væri kannski ráð að leggja niður umboðsmann barna og nota þá peninga til að hjálpa öllum þeim börnun sem að lifa við fátækramörk á Íslandi.

Hvert er hlutverk umboðsmanns barna ef það er ekki að hjálpa börnum sem eiga hvorki í sig né á og ekki þak yfir höfuðið ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var þörf ábending Guðrún Þóra og vekur áleitnar spurningar. Það hefur aldrei vafist fyrir mér að vinstri stjórnin sem hefur að leiðarljósi eitthvert norrænt velferðarkerfi að eigin sögn hefur hagsmuni fésýslustofnana að leiðarljósi.

Ég óska eftir ríkisstjórn sem forðar okkur frá afleiðingum hins norræna velferðarkerfis og þá sérstaklega með velferð barna að leiðarljósi.

Árni Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 22:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Börn? eru þú nú líka til.  Ég hélt að hér væru bara útrásarvíkingar sem væri verið að bjarga og svo venjulegt fólk sem hefur verið hneppt í fjötra til eilífðar Svo er þetta auðvitað velferðarstjórn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 09:13

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Guðrún Þóra. Ég skil hvað þú ert að fara en málið er að foreldrarnir eru ábyrgðarmenn barnanna. Þeir eiga að bera ábyrgð á þeim umfram aðra. Séu þeir vanhæfir er brugðist við því. Það ástand sem þú vísar til er afleiðing af andvaraleysi stjórnvalda og því ber þeim að bregðast við og hjálpa fólki að standa við sitt hlutverk sem foreldra.

Fyrir síðustu kosningar ræddi ég um að bregðast við skuldaáþjáninni með því að innleiða forleigurétt fólks að eigin húsnæði til að ekki þyrfti að leysa upp heimili þó greiðslugetan breyttist. Það var ekki hljómgrunnur fyrir þessu en mér finnst ég hafa heyrt að Íbúðalánasjóður sé nú að taka upp svipað fyrirkomulag sem þeir kalla "eigðu/ leigðu" og  það væri frábært ef það yrði innleitt til að bjarga sérstaklega barnafólkinu og þá börnunum um leið.

Ég er alveg ósammála Árna með velferðarkerfið norræna. Við erum 20-30 árum á eftir þeim í velferðarmálum og hefðum átt að vera búin að koma þeim málum í viðunandi horf í góðærinu. Við hjá Sjálfsbjörg lsf lítum mjög til Noregs í sambandi við þessi mál sem og Svíþjóðar. Ég er hinsvegar ekki hrifin að sænska reglugerðarríkinu sem er annað og lengra mál.

kveðja til ykkar Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.5.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband