Gifting-skilnaður-fráskilin.

Alltaf gaman af þessum fréttum.

Það er eins og það sé mikið mál að sækja um skilnað. Eftir öllum þeim fréttum sem við lesum úr Hollywood, gerist þetta á hverjum degi.

Á Íslandi hefur það ekki alltaf þótt fínt að skilja og að vera fráskilin, en í leikaraheiminum virðist þetta vera afar fínt, miðað við allar þær giftingar og skilnaði sem birtast hér á síðum blaðanna.

Það þykir ekki gott að skilja á Íslandi og enn verra að vera fráskilin og misskilin og þar af leiðandi fátækur.

 

 


mbl.is Sandra sækir um skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm þessu er ég ósammála. Þú finnur ekki land þar sem skilnaður er meira "okay" en á Íslandi. Þetta er orðið svo algengt og sjálfsagt að við ættum að breyta heitunum í skuldbindingu um langtíma samband, ekki til æviloka.

Annars er Sandra frábær leikkona og hefur alltaf virkað á mig sem yndæl og heillandi kona. Leiðinlegt að þetta hafi endað svona.

Geiri (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Geir ég hef reynslu af skilnaði x2 og það var ekki auðvelt í minni fjölskyldu. Kannski eina fjölsk. á Íslandi sem finnst þetta slæmt. hahhahaha

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.4.2010 kl. 16:16

3 identicon

Ég var kannski að ýkja en það sem ég er að meina er að því fylgir ekki sama skömm og fordæming eins og þetta var fyrir nokkrum áratugum.

Geiri (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband