Gott mataræði gefur betri líðan !
7.4.2010 | 17:23
Hvað er hollt og hvað er ekki hollt er stóra spurningin. Ætli henni verði nokkurn tímann svarað ?
Það sem er hollt í dag er óhollt á morgun og við sitjum eftir með spurninguna hvað eigum við að borða?
Það sem einum líður vel af líður öðrum illa af og þannig verður það og mun verða um ókomna framtíð, sama hvað við reynum að telja fólki trú um.
Hlutirnir eru rifnir úr samhengi og má þar til dæmis nefna "súkkulaðikönnunina" fyrir páska. Þá var talið að 6 grömm af súkkulaði á dag væri hollt, því fylgdi svo margt annað. Núna eru það margir sem telja sér og öðrum trú um það að súkkulaði sé hollt.
Sannleikurinn um mat verður seint upplýstur og spurningin hvort nokkur vilji heyra hann.
Ávextir hindra ekki krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
. . . og þú ert að meina...?
Að súkkulaði sé hollt, óhollt ...hvað ert þú meina?
Er ekki ALLT hollt í hófi?
Egill Þór (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 17:45
Ef rannsóknin stendur sem segir að 6 gr af súkkulaði á dag sé hollt, þá á súkkulaðið að vera innan þess orkuramma sem að við þurfum dagsdaglega.
Svo verðum við að sjá hvað næsta rannsókn segir !!!
6 gr er afar lítið magn. Páskaeggið var um 430 gr. sem segir að súkkulaðið eigi að duga í um 71 dag og þá verður að taka það með í reikninginn að 6 gr af súkkulaði gefa þér 32 hitaeiningar.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.4.2010 kl. 18:26
Hæ Guðrún - Svo getur samspilið líka verið í hina áttina að vanlíðan gefi af sér einhæft og óhollt mataræði og vellíðan gefi af sér næmni á fjölbreytilegt bragð og gott mataræði. Þannig ræður tilfinningin sem að fylgir mataræði miklu. Steikin sem að mamma bjó til á sunnudögum verður alltaf best. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.4.2010 kl. 19:46
Rétt er það Gunnlaugur, það er margt í mörgu.
Ég fór með vinkonu minni út í búð fyrir páskana. Hún ætlaði að hafa bróðir sinn og fjölskyldu í mat á pákadag.
Hún keypti Ora grænar baunir og ekkert meira með lærinu. Ég var nú frekar hissa en þá sagði hún það borðar engin í minni fjölskyldu neitt annað en Ora grænar baunir með lærinu eins og mamma hafði það. Ef ég er að gera salat eða sjóða grænmeti er það bara fyrir mig.
Svona fólk er ennþá til og heldur kannski heiðri "Ora".
Ég ólst aftur á móti ekki upp við "Ora" grænmeti heldur soðið grænmeti og rifið. Það var ekki mikið í boði þá.
Ætli það sé ekki að á misjöfnu þrífast börnin best og líka við hin.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.4.2010 kl. 20:23
Það sem skiptir mestu máli er að borða fjölbreytt fæði sem manni finnst gott.
Hannes, 7.4.2010 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.