Það er vinna að fylgjast með verði.

images-20

Verðmerkingar eru oft lélegar, með smáu letri og mjög misvísandi.

Í gær fór ég í krónuna og ætlaði að kaupa matarkex.

Það hefur löngum verið talað um að stærri pakkningar séu ódýrari og það hefur trúlega platað marga.

500 gramma matarkexpakki frá Frón kostaði 315 kr eða 630 kr kílóið

en 400 gramma pakki frá Frón kostaði  239 kr eða 598 krónur kílóið.

Það kostar sem sagt 32 krónur meira að kaupa stærri pakkningar.

Ég legg til að fólk taki með sér stækkunargler þegar farið er í búðina til að geta lesið það sem á hillunum stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er margt að varast Guðrún Þóra og því eins gott að vera á varðbergi

Jón Snæbjörnsson, 8.2.2010 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband