Ætli þeir verði sendir heim ?

Það kom fram í Fréttablaðinu í morgun að Danir eru farnir að senda atvinnulausa heim. Spurningin hvort Norðmenn muni gera slíkt hið sama.

ÚFFF mér hryllir við tilhugsuninni.


mbl.is Margir Íslendingar án vinnu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Málið er að það er ekkert mikið betra ástandið erlendis. Í Evrópu hefur 10% meðal atvinnuleysi verið landlægt undanfarin ár, löngu fyrir 2008.

Pressan hér heima hefur haldist þolanleg, nokkuð vegna þess hversu margir eru að fara erlendis. Ef þetta fólk fer að streyma hingað og þeir sem heima eru sjá ekki tækifæri erlendis, þá er ekkert fyrir þetta fólk annað en að berjast fyrir sínu. Hingað til hafa Íslendingar ekki nennt að berjast hér heima, þeir hafa bara fara burt, en núna gæti orðið viðsnúningur á.

Jón Lárusson, 1.2.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er enginn íslendingur sendur heim frá norðurlöndum án ástæðu.. atvinnuleysið eitt og sér er alls ekki nóg til að senda fólk heim.  Maður heyrir þessar draugasögur oft en aldrei séð viðtöl við viðkomandi manneskjur sem eru "sendar" heim.. kannski vegna þess að það er ekkert til í þessum orðrómi. 

Noregur sendir engan íslending heim, hér fá allir þá aðstoð sem þurfa á að halda. 

Óskar Þorkelsson, 1.2.2010 kl. 19:10

3 identicon

Hið opinbera á það líka til að láta birta slíkar fréttir þegar það er kominn upp hræðsla vegna landflótta hjá þeim .. blekkingar, simple as that.

Ólafur (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 20:54

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Greinilega ekki hægt að trúa fréttunum alltaf.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.2.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband