Hreyfingin er alltaf óánægð með allt.

Hvað ætli Hreyfingin hafi haft á móti Norðmönnum ?

Er það vegna þess að þeir þurfa að vera á móti öllu sem aðrir vilja.

Ég get ekki séð  það skipta máli hvaðan gott kemur.


mbl.is Kanadískur sáttasemjari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Norðmenn hafa nú ekki sýnt neitt hlutleysi svo það er ekki nokkur ástæða til þess að þeir hlutist neitt til um sáttasamninga.

Það er rangt hjá þér Guðrún Þóra að Hreyfingin sé á móti öllu, hitt er réttara að hún er ekki til í að gleypa hvað sem er.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.1.2010 kl. 21:32

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Í þetta sinn þá er ég sammála þeim í Hreyfingunni.

Norðmenn eru ekki trúverðugir í þessari Icesave deilu. Ekkert Norðurlandana er það. Bretar og Hollendingar hafa beitt þessum löndum blygðunarlaust fyrir sig og notað þau sem handrukkara á okkur.

Það eitt að Norðurlöndin hafi krafist þess að við skrifuðum orðalaust undir þessa svívirðulegu Icesave nauðasamninga að öðrum kosti myndu þau ekki hjálpa okkur að vinna okkur út úr einhverju fordæmalausasta kerfishruni sem orðið hefur í einu landi í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar, það segir okkur að við eigum ekki þá hauka í horni sem við héldum sem þjóð að við ættum í hinum Norðurlöndunum. 

Kanadamenn eru hins vegar hræðilegur kostur.  Þeir eru hluti af Breska samveldinu. Elísabet Englandsdrottning er æðsti þjóðhöfðingi Kanada.

Ætla menn að fá vinstri hönd bresku drottningarinnar til að semja fyrir okkar hönd við hægri hönd drottningarinnar?

Eru Íslensk stjórnvöld alvega að missa áttirnar?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.1.2010 kl. 22:06

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Einmitt Friðrik Kananda er alls ekki hlutlaust með Bretland til hliðar.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.2.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband