Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Við eigum bara Gullfoss og Geysi.

Við eigum bara Gullfoss og Geysi var haft eftir Arnari Guðlaugssyni í Fréttablaðinu í dag og þess vegna þurfum við "Kasínó" til að draga til okkur ferðafólk.

Neikvætt að tala um spilavíti segir Arnar sem vill meina að mikið sé um jákvæða spilamennsku.

Er ekki best að vera bara í boltanum ?


mbl.is „Kasínó er raunhæfur kostur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vinna að fylgjast með verði.

images-20

Verðmerkingar eru oft lélegar, með smáu letri og mjög misvísandi.

Í gær fór ég í krónuna og ætlaði að kaupa matarkex.

Það hefur löngum verið talað um að stærri pakkningar séu ódýrari og það hefur trúlega platað marga.

500 gramma matarkexpakki frá Frón kostaði 315 kr eða 630 kr kílóið

en 400 gramma pakki frá Frón kostaði  239 kr eða 598 krónur kílóið.

Það kostar sem sagt 32 krónur meira að kaupa stærri pakkningar.

Ég legg til að fólk taki með sér stækkunargler þegar farið er í búðina til að geta lesið það sem á hillunum stendur.


Hálft til eitt prósent.

Ef talið er að hálft til eitt prósent þjóðarinnar hafi siðblindu, þá hafa þeir allir verið í banka og viðskiptageiranum eða í valdastöðum innan stjórnsýslunnar.og al flestir Sjálfstæðismenn.
mbl.is Siðblinda finnst allsstaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þeir verði sendir heim ?

Það kom fram í Fréttablaðinu í morgun að Danir eru farnir að senda atvinnulausa heim. Spurningin hvort Norðmenn muni gera slíkt hið sama.

ÚFFF mér hryllir við tilhugsuninni.


mbl.is Margir Íslendingar án vinnu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband