Við eigum bara Gullfoss og Geysi.

Við eigum bara Gullfoss og Geysi var haft eftir Arnari Guðlaugssyni í Fréttablaðinu í dag og þess vegna þurfum við "Kasínó" til að draga til okkur ferðafólk.

Neikvætt að tala um spilavíti segir Arnar sem vill meina að mikið sé um jákvæða spilamennsku.

Er ekki best að vera bara í boltanum ?


mbl.is „Kasínó er raunhæfur kostur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar eyðileggja bara alltaf glæsileikan sem er yfir mörgum amerískri tómstundaiðju - tökum sem dæmi:

SPILAVÍTI:
Ameríka: Las Vegas, glæsileiki, skemmtun og flott hótel og glamúr
Ísland: Subbuskapur, drykkja, markhópurinn eru aumingjar og fíklar

GOLF:
Ameríka: Snobb-íþrótt, fínt fólk og flottir vellir
Ísland: Hver einasta fjölskylda í þessu og fólk á Íslandi talar ekki um annað og maður löngu komin með ógeð á golfi

HESTAMENNSKA:
Ameríka: Veðreiðar, svona mikilfenglegir veðhlaupavellir og svona glæsibragur og blablabla
Ísland: Landsamkoma fyllibytta og undur morgun er annar hver mótsgestur dauður út í móa með pela og búnnað æla yfir Land Cruiser jeppann sinn, hehe


Íslendingum tekst að gera allt sport svo sorglegt!

I I (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 08:34

2 Smámynd: Óli Jóhann Kristjánsson

Það er auðheyrt að hann er búin að vera að kynna sér afþreyingu á Íslandi,

eða hvað. Ég held það sé ekki gott að hlusta á svona bull

Óli Jóhann Kristjánsson, 9.2.2010 kl. 14:51

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvar hefur þessi I I persóna verið á hestamannamóti sem hefur verið landsamkoma fyllibytta?

Árni Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 09:58

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl. Ég er nú nokkuð sammála I I nema með að sportið sé sorglegt.

Kommentið er vel sett fram en pínu fært í stílinn á skemmtilegan máta.

Ég vil þó ekki skipta yfir í ameríska stílinn því hann byggir á því að sumir geta verið flottir en aðrir ekki, sem sagt stéttarskiptingu og misrétti. Ég sé ekki neitt flott við það.

Ekki aðhyllist ég heldur trúarofstækið og hormónakjötsneysluna sem viðgengst í Ameríku. Við erum hinsvegar að verða jafn andsk. feit og Kaninn.  kveðja Kolla. 

ps. Hvað með handboltann I I ?

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.2.2010 kl. 08:32

5 Smámynd: ragnar bergsson

Hestamannamót  eru frábær skemmtun!

ragnar bergsson, 6.3.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband