Erfðaskrár og arfur til ættingja er víða óheiðarlegur.

Ekki veit ég hvernig hægt er að breyta lögum og túlkun laga í erfðamálum. Samt veit ég að það er alveg ótrúlegt hvað ættingjar og vinir geta stolið og komið undan lögum þessa lands.

Það er sagt að þegar dánarbú eru komin í skiptarétt verði tekið tillit til alls. Það er þvílík vitleysa.

Það er hægt að sitja með handfylli af virðulegum lögmönnum á fundi eftir fund og það er hreinlega eins og þeir heyri ekki og svo gera þeir bara það sem þeim dettur í hug. Alveg ótrúlegt að lögin í erfðamálum sé ekki skotheld. 

Eftir situr reitt fólk sem oftar en ekki hefur verið hlunnfarið bak við lögin. 


mbl.is Hæstiréttur ógildir erfðaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta geta verið sorgleg mál

Og sem einhver sem er akkúrat núna að læra erfðarétt verð ég að segja að ég hef aldrei á mínum námsferli verið jafn ringlaður

http://www.althingi.is/lagas/137/1962008.html

Mæli með að fólki renni aðeins í gegnum erfðalögin, þau eru ekki löng en þvílíkar flækjur að maður þarf að lesa hverja málsgrein nokkrum sinnum áður en eitthvað vit færist í kollinn á manni um það sem verið er að segja :)

Cicero (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 07:31

2 identicon

Ég hef oft undrað mig á lagasetningum Alþingis - að það sé ekki hægt að skrá SKILJANLEGAN texta - fyrir alla að túlka hann svo ekkert fari á milli mála! 

Þetta hefur marg oft komið fram í málum sem fyrir dómstóla fara - að það er hægt að túlka lögin á margan hátt og eftir hentugleika viðkomandi aðila!LÖGIN  EIGA  AР VERA  SKÝR og hnitmiðuð!

Hrönn Guðm (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 09:30

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég og mín föðurfjölskylda erum að kljást við einn lítt þekktan útrásarvíking um erfðarskrá frænku minnar(systir afa heitins) sem viðkomandi véfengir og notar til þess dýrustu lögfræðinga til að komast yfir hennar pening, það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur lagst lágt þegar peningar koma við sögu.

Sævar Einarsson, 12.11.2009 kl. 10:09

4 Smámynd: Jón Svavarsson

ÞAÐ ER EKKI NEMA VON!

þeir sem semja þessi lög/ólög eru flestir hverjir Háskólamenntaðir rukkarar og eru að þessu til að þeir geti makað krókinn og gert einfalt mál nógu flókið til að þeir verði ekki atvinnulausir. Alltof margir sem taka embættispróf í lögfræði detta í þessa gryfju að verða Háskólamenntaðir RUKKARAR, en því færri sem verða alvöru málafærslumenn. Þetta er meðal annars ástæða þess að svo margt fer úrskeiðis í lagasetningum og ákvörðunum hins virðulega Alþingi Íslendinga, því þar eru of mikið af mönnum sem aldrei hafa komið nálægt alvöru atvinnu, þeas að vinna með höndunum og fá að svitna, þeir þekkja fæstir hvað það er að ná ekki endum saman mánuð fyrir mánuð og hafa margir þeirra fæðst með silfurskeið í kjaftinum og vita ekkert í sinn haus í takt við það.

Jón Svavarsson, 13.11.2009 kl. 02:46

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvers konar þjóðfélag er það sem setur lög sem hægt er að margtúlka ?

Af hverju vilja lagasemjendur hafa þetta svona flókið, er það til að skapa lögfræðingum vinnu ?

Það held ég nefnilega.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.11.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband