Útsvar, borgar það ?

Útsvar, spurningaþátturinn á  RÚV er að mínu mati skemmtilegur. Gaman að sjá fólk spreyta sig á miserfiðum spurningum.Ég held að stór hluti þjóðarinnar kunni að meta svona þætti og svo er hægt að sjá hvað við erum sjálf vel upplýst.

Spurningarnar í síðasta þætti voru  frekar "daprar" og eiga varla heima í Sjónvarpi allra landsmanna Barnaefni, takmarkaður hópur sem er í þættinum  horfir á barnaefni. Annað sem vakti furðu mína var að þeir spurðu spurningu úr læstri dagskrá annarrar sjónvarpsstöðvar.

Er það boðlegt í sjónvarpi allra landsmanna ?

Áhorfendur gera að sjálfsögðu mikið fyrir þáttinn, stemmning.

Lítill fugl hvíslaði að mér að áhorfendur fengju greiðslu.

Getur það verið að RÚV greiði fólki fyrir að koma og klappa á réttum stöðum ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband