Það er eitthvað sem ekki passar.

Mín tilfinning er sú að Ríkisstjórnin og bæjarfélögin alla veganna Reykjavík, leggja alveg ofurkapp í að koma okkur í gjaldþrot.  Ríkið á bankana, ríkið á Íbúðalánasjóð, bæjarfélögin fá fasteignagjöldin.

Núna þegar fólk á virkilega erfitt og margir þeir sem en eru að reyna að greiða af skuldum útrásarvíkinganna eru langt á eftir með gjalddaga. Á því er eðlileg skýring.

Hvernig getur það verið að innheimtustofnanir sýni enga velvild og engan skilning?  

Það er allt sett í innheimtu og með vöxtum og vaxtavöxtum, seðilgjöldum og sektum, alveg eins og það hjálpi fólki eitthvað að greiða af lánunum.

Ég hef trú á því að við sem höfum haldið þessu þjóðfélagi gangandi um áraraðir borgum okkar skuldir, það að við getum ekki borgað á gjalddaga hjálpar ekki sorginni sem í huga okkar er að setja á okkur vexti og vexti ofan á það.

Hvernig getur það verið að Reykjavíkurborg noti innheimtufyrirtæki til að innheimta fasteignagjöld ?

Gerir engin sér grein fyrir því að við erum að reyna allt það við getum.

Það eru pasta og hrísgrjón í öll má, er hægt að gera betur ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvort ríki og sveitarfélög skortir heimildir til að breyta um aðferðir við innheimtu.  Það hafa verið gefin út einhver tilmæli um mildari aðferðir.  En ekkert breytist.  Kannski vantar bara viljann til að breyta um aðferðir.  Kannski ráða einhverjir hagsmunir ferð.

Jens Guð, 13.9.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Jens, það er innheimtufyrirtæki hjá Borginni, hver ætli eigi eða reki það ?

Ég veit ekki hvort það hefur lengi verið að störfum en ég er alla veganna að sjá það í fyrsta skipti núna eftir hrunið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.9.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit að Intrum og Lögheimtan eru í eigu Sveins Andra Sveinssonar,  fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.  Ég veit ekki hvort það spilar eitthvað inn í.

Jens Guð, 13.9.2009 kl. 21:41

4 Smámynd: Hannes

Það er á hreinu að það er ekkert hugsað um hvernig almenningur hafi það.

Verðtryggð lán hækka og hækka matur og allt hækkar og það er allt gert til að tryggja að innistæðu eigendur missi ekki sitt á sama tíma og venjulegir borgarar mega éta það sem úti frýs.

Hannes, 13.9.2009 kl. 21:45

5 identicon

Verst að skulda ekki hundruð milljóna.. þá væri bara óábyrgt að borga.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband