Viðvörunarmerki sjaldan virt.

Kannski er það eitt af "göllum" fólks að það telur sig alltaf vita best hvert og eitt og hlusta ekki á viðvörunarmerkin. 

Mér finnst þetta sjást alsstaðar í samfélaginu.

Á vinnustöðum er sjaldan hlustað þegar eitthvað er að, svo allt í einu er komin upp svaka krísa og þá verða allir svo hissa, og segja hvernig stóð á því að við sáum þetta ekki fyrr.

Þetta þekki ég sjálf frá fleiri en einum vinnustað. 

Þetta má einnig sjá hjá foreldrum, ef þau fá að vita að eitthvað er að, er það ekki óalgegnt að foreldrarnir verði reið, eins og ein móðir sagði við kennarann þú þekkir ekki barnið mitt. Ef þú gerðir það værir þú ekki að benda á þetta.

Svona er þetta út um allt og trúlega eitt af stærstu meinsemdum íslensku þjóðarinnar sem kóngar vilja vera allir sem einn.  


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband